Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.1.07
Vond frétt
Nú hámarki náði vor handboltafár
Gullið er farið og ennin svo sár
við áttum að vinna
og alls ekkert minna
Í kvöld sjást hin íslensku tapsæris tár

En það vita allir að unnum miðað við hausatölu!

...Og verri frétt:

Bróðir minn lenti í slysi en er á batavegi. Mogginn ákvað meira að segja að birta frétt um slysið hér (Þetta var svona meint helst handa Guðmundi þar sem ég næ ekki í hann núna en ég veit að hann les þetta). Þrír þvertindar í hryggnum brotnuðu, hann má teljast heppinn að hafa ekki drukknað né lamast. Ég vona að hann nái sér sem fyrst.
28.1.07
Fæðingamánuðir/dagar Hafsteina
Hver vill vera fyrsta foreldri Hafsteins sem á afmæli 5. apríl?
Rock music is not child abuse


Mér finnst kallinn bara svara þónokkuð vel, Frank Zappa í svampfrakka upp á sitt besta.

Efnisorð:

23.1.07
Skólpið á götunni
Þær ei heiminn birta hann þér segir.
Sú hindrun svæfir þeirra mál.
Yfirgefnir af þeim allir heimsins vegir.
Enga hafa þessar skepnur sál.

Á tíma oss og aurum þær sig næra
Og örva í hjörtum okkar óslökkvandi bál.
Af ásökun þær huga okkar særa
og tilfinningar hafa á við stál.

Á milli lína kannski kann þú sjá
Að vér kjöftum ekki alveg út í bláinn
Á milli vísuorðanna er fortíðarþrá
því ort er hér um fólkið bak við skjáinn.

Efnisorð:

22.1.07
Behold - BATMANTIS
21.1.07
Víkingaþrá
Mig langar að prófa að lifa í stríði eða borgarastyrjöld, en auðvitað með þeim forsendum að ég myndi lifa af. Ef þið getið, hlustið þá á "Den sista runans dans" þegar þið lesið þetta.

Ég væri í liði með fólki þar sem nafn eða þjóðfélagsstaða skiptir engu máli, allir hjálpa öllum til að bugast á kúgunarvaldi sem reynir að mjólka hvern einasta blóðdropa úr þegnunum. Ég væri með réttlætinu í liði, réttlætinu sem vill ekki láta spillinguna eyðileggja þjóðarsálina. Saman myndum við skapa andspyrnuhreyfingu þar sem allir gætu lagt eitthvað til málanna. Allir væru jafn mikilvægir og allir væru tilbúnir að leggja sína hönd á plóginn. Dulkóðuð skilaboð myndu berast manna á milli, skipilögðum árásum og gagnárásum væri hrundið í framkvæmd. Allt væri gert með nafnleynd og úthugsaðar áætlanir ættu enga höfunda, aðeins fórnfýsina sem fylgdi stríðinu. Saman myndum við mynda heild, samstæðari en her, bundin svo sterkum böndum að ekkert gæti stöðvað okkur.

Loks þegar dísætur sigur væri í höfn myndum við finna lyktina af nýjum degi í nafni réttlætis og lifa með minninguna til eilífðar.

Ekki eins og það sé að fara að gerast, bara gaman að pæla í þessu.
19.1.07
Súr(realísk) saga eftir mig og Hlyn, part 2
Punkturinn gerði sér grein fyrir að hann var kynfruma... hann hafði farið of langt hann missti af egginu. Síðar uppgötvaði hann að hann var eggið og hann breyttist í fósturvísi. Eftir 9 mánuði gekk fullskapaður keanu Reeves út úr þessari genabreyttu píku, árið var 3028 og hann hafði verið endurskapaður með hjálp klónunartækni. Keanu Reeves horfði á The Matrix og sagði "Fokk this, ég trúi ekki svona rugli" , í sömu andrá gufaði hann upp og leyfar hans eyddust upp þegar andefni birtist upp úr þurru úr ruslatunnunni í tölvuherberginu hans. Keanu Reeves vaknaði í annarri vídd, vídd þar sem allir voru með skáeygð augu og gula húð og voru 30 cm lægri en hann. Þessar verur hafði hann aldrei séð áður. Verurnar töluðu framandi tungumál sem hann skildi ekki. Hann ákvað að þessar verur voru hobgoblinar, hann tók eina upp. Hann beit af henni hausinn, "mmm, súkkulaðibragð" því næst komst hann að því að þessar verur voru allar mismunandi á bragðið, svolítið eins og fjölbragða baunir í Harry Potter. Hann byrjaði að borða allar gulu verurnar sem urðu á veginum hans, Jelly flavor, lime flavor, school flavor.. öll flóran.

Hérna fannst Hlyni þetta komið út í rugl svo við hættum.
Súr(realísk) saga eftir mig og Hlyn, part 1
Einu sinni var pínu oggu pínku ponsu lítill punktur sem var í hnitakerfi. Nánar til tekið óevklíðsku hnitakerfi (ef það er til) sem einkenndist af ótvíræðum þverspeglunum sem eru ekki til nema í undraheimi Hlyns. Punkturinn tengdi sig við fylkið (the Matrix) sem teygði sig yfir í Bandaríkin og fer Keanu Reeves með aðalhlutverkið í því. Keanu Reeves ljáir punktinum rödd sína og punkturinn ljáir Keanu Reeves sjarmann sinn. Punkturinn stóð frammi fyrir erfiðasta verkefni sínu til þessa, að komast úr einvíðri veröld í óhluttæka veröld. Hann þurfti mikið af sleipiefni og allan fasta alheimsins. Enginn hafði gert þetta áður en Punkturinn ákvað að gera það fyrstur. Eftir margra klukkustunda áreynslu heyrðist *plúbb* punkturinn hafði skotist inn í óhluttæka veröld sem var full af grænum pappakössum sem voru fylltir með Ora baunum. Ora baunirnar spíruðu og það uxu baunagrös út um allt, litli punkturinn gat ekki ratað út úr þessum baunaspíruskógi svo auðveldlega. Hann setti því rúmið sem hann var í upp sem hnitakerfi. Út frá vigrareglunum gat hann ratað út. Því næst tók hann rúmið og fór að sofa í því en þar sem punktar eru ekki lifandi var hann andvaka og klifraði upp á orabaunagrasið. Við honum blasti risavaxinn skógur, núna sá hann ljósið, þetta voru ekki Ora baunir heldur skógur af grænum skaphárum.
18.1.07
Get rid of the beer belly
Smellið hér! Látið allt myndbandið hlaða sér inn, horfið og hlægið.
15.1.07
Vííí
Ég náði bílprófinu og er nú fullgildur ökumaður.

Enn öðrum áfanga í lífinu hefur verið lokið og annar tekur við, vúhú!
14.1.07
Rólegheit

Útsýnið heiman frá mér, fallegt?

Er búinn að gera heiðarlegar tilraunir til að fara á snjóbretti í vetur en þær hafa flestar orðið að engu. Fór reyndar í gær í skíðabrekku Grafarvogs með Herði þar sem við renndum okkur nokkrum sinnum í nýfallinni fönninni. Ég náði meira að segja að gera backside 180° :D. Þrátt fyrir smæð sína er skíðalyfta í brekkunni og við hana unnu einhverjir Orkuveitu glúggilúggar. Lyftan bilaði síðan nokkrum sinnum og þegar ég reyndi að spyrja þá út í bilunina, sem virtist vera hátæknileg og svo flókin að háskólamenntun þyrfti til að gera við hana, þá fékk ég bara e-ð uml til baka, greinilega einhverjir gaurar sem sniffuðu lím í æsku. Síðar komst ég að því að lyftan bilaði því hún datt úr sambandi.

Síðan virðist myspace vera ofarlega á baugi í dag, fólk að kynnast í gegnum þetta Myspace skrímsli sem er næs. Eini munurinn hins vegar á Msn og Myspace er sá að þú getur séð contact listann hjá vini þínum gegnum Myspace. Skemmtilegt að sjá að vinur vinar manns er besti vinur frænda/frænku manns eða e-ð álíka. Er líka búinn að kynnast aftur fólki sem var með mér í grunnskóla og síðan er ég líka búinn að læra hvernig ég get dáleitt hundinn minn!

Leoncie er vinur minn og e-r brjálaður Death metal gaur sem heitir Tyrone, beat that!

P.S. Hlekkurinn á mæspeis síðuna mína er myspace.com/haffi112 sí jú ðer.
10.1.07
Ef
Já - ef. Ef það væri til orðabók sem héti „Orðabók Hafsteins" myndi standa á síðu 133412

Rauðlaukur - verkfæri satans
9.1.07
McNaught halastjarnan
Ég er nú í hópi þeirra sem hafa séð halastjörnu live, ekki bara á myndbandi eins og hér. Hún sést best hálftíma fyrir sólarupprás og eftir sólsetur. Birtustig halastjörnunnar mun aukast á meðan hún nálgast sólu og talið er að hún gæti náð birtustigi upp á 8,7 og gæti því sést í dagsljósi.
7.1.07
Hin fullkomna flatbaka
Ég freistaðist um daginn til að panta eitthvað annað en Domino's þegar ég fékk tækifæri til að panta pizzu. Pizzastaðurinn Papinos varð fyrir valinu þar sem tilraun þeirra til að yfirtaka viðskipti Domino's hafði komist inn í undirmeðvitund mína, þ.e.a.s. símanúmerið hjá þeim er 5912345 - gott en ódýrt múv. Ég pantaði tvennutilboð sem þeir hafa eins og hjá Domino's nema þeirra tilboð er ódýrara (2000 krónur fyrir tvær 15" pizzur) og sveittar hvítlauksstangir fylgja ekki með. Eftir að viðkunnaleg rödd tók við beiðni minni um pizzu með pepperoni og aukaosti og annarri með sveppum og pepperoni var okkur sagt að koma eftir 15-20 mínútur - ásættanlegur tími. Eftir að hafa „hækkað mig upp um einn" og sótt pizzuna hófst veislan. Pizzan hæfilega þunn, osturinn bragðgóður og heitur og pizzan í heildina guðdómleg. Hið furðulegasta og einkennilegasta var þó að hundurinn minn borðar Papinos pizzu en ekki Domino's, það er góðs viti (Ég pantaði samt ekki hina pizzuna fyrir hundinn minn, hún sníkir bara). Að lokum myndi ég segja að Papinos væri skrefi nær því að vera hin fullkomna flatbaka heldur en Domino's.
5.1.07
Ég bjarga heiminum
Í þessari færslu ætla ég að koma með tillögur sem munu hraða þróun mannkynsins.

Í fyrsta lagi legg ég til að við þurfum kynbætur til að þróast hraðar. Börn gætu verið látin taka hæfileikapróf/áhugasviðspróf og þau síðan sent hvert í sinn bæ. Hver bær hefði síðan ákveðið einkenni eins og stærðfræðibær, tónlistarbær og tungumálabær. Þannig gætu menn þróast út í það að verða eins og hundategundir, hver tegund með sitt einkenni (það má sjá bæði kosti og galla við það).

Næst yrðu allir með alvarlega kynsjúkdóma sendir til Ástralíu þar sem Ástralía væri heimsálfa þannig fólks. Þar væri allt þetta fólk gert ófrjótt (en það gæti samt notið kynlífs) og að lokum myndu sjúkdómarnir deyja út þar sem þau gætu ekki fjölgað sér.

Þar sem Afríka væri eftir þessa flokkun orðin að mun fámennari heimsálfu væri nægilegt landsvæði svo íbúar álfunnar gætu hafið ræktun og búskap upp á eigin spýtur. Afríka myndi rísa upp úr öskunni á ný og þriðja heims ríki væru úr sögunni. Í allri þessari velmegun þyrftum við einnig að koma í veg fyrir offjölgun, ég á enn þá eftir að finna ráð við því en allar tillögur eru vel þegnar. Einhvern vegin gæti ég samt trúað að þessi hugmynd myndi valda fleiri stríðum en heimsmyndin í hinum núverandi heimi og þar að auki myndi þetta brjóta í bága við mörg trúarbrögð. En maður má alltaf láta sig dreyma eða hugleiða eitthvað annað en veruleikann.

Öll skítakomment á við kapítalisti, kommúnisti, rasisti eða e-ð álíka eru ekki vel þegin. En ef einhver hefur heyrt um þessa hugmynd áður mætti hann góðfúslega benda á hvaða stefna þetta væri.
3.1.07
^^
So we a have a masochist, a sadist, a zoophilic, a necrophile, a coprophilic and a fetichist.

They're all in jail. So suddenly, the zoophilic says "Hey guys, lets fucking rape a cat!"

And everybody is like "FUCK YES!", but suddenly, the coprophilic says "After we fuck it, we shit on it!"

Everybody applauds. And the necrophile then says "Then, we kill it. And after that, WE FUCK IT!"

Everybody is orgasmed. The sadist then says "Before we kill it, lets fucking torture it!"

So the fetichist is like "And then, we dildo rape it!"

Everybody is like "YEAH MAN LETS DO IT!"

What does the masochist says, then?

"Miau."
2.1.07
Hugsun í fjórvídd
Hlutir sem eru og hlutir sem verða
Hlutir sem veruleik framtíðar skerða
Minni líkur á sumum og aðrir á óvart
Einungis minning hve skaparinn hjó fast
Hugsun um þátíð vor þarf ei að harma
Því þetta byggist á fyrra lífs karma

Þar sem við lifum í þrívíðum heimi getur verið erfitt að ímynda sér fjórðu víddina sem er oftast skilgreind sem tíminn. Flestir ættu að kannast við stereogram myndir sem byggjast á því að gera umhverfi sem er í tvídd að þrívíddar umhverfi (ef þið sjáið ekki myndirnar í þrívídd - aumingja þið). Hvað ef maður hefði tvo mismunandi hluti sem væru í þrívídd og myndi snerta báða og fá því þrívíddar tilfinningu af báðum, kannski tilvalið fyrir blint fólk með aukið snertiskyn. Væri þá hægt að skynja þessa tvo hluti sem einn hlut í fjórðu víddinni? Bara pæling...
1.1.07
I had a nice Wii-kend
Kominn aftur í siðmenninguna þar sem ég var þvingaður til að vera utan hennar um áramótin. Afmæli hjá pabba (70 ára) og síðan er Freyja of hrædd til að létta á sér (nema inni) ef hún heyrir í flugeldum. Matarboð geta líka verið skemmtileg, fór í nokkur þannig, hitti fólk sem maður hittir annars aldrei og hlustaði á skemmtilegar sögur. Heyrði einmitt skemmtilega sögu frá bróður mínum sem er sjómaður um daginn. Þannig stóð til að frekar stór skata hafði veiðst þann daginn í togaranum sem er víst sjaldgæft á þessum slóðum. Þá fékk einhver þá flugu í höfuðið að mana einn sjómanninn (Ekki bróður minn (vona ég)). Mönunin fólst í því að ríða skötunni í fimm mínútur og þá fengi hann 5000 krónur frá hverjum skipverja (um 20 talsins, ath leyfilegt var að nota smokk). Eftir 5 mínútur var honum sagt að hann mætti hætta en þá sagði hann: „Hún er rétt svo orðin volg" og síðan megiði ímynda ykkur framhaldið.

Vorkenni þeim sem fékk þessa skötu á Þorláksmessu...