Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.1.07
Skólpið á götunni
Þær ei heiminn birta hann þér segir.
Sú hindrun svæfir þeirra mál.
Yfirgefnir af þeim allir heimsins vegir.
Enga hafa þessar skepnur sál.

Á tíma oss og aurum þær sig næra
Og örva í hjörtum okkar óslökkvandi bál.
Af ásökun þær huga okkar særa
og tilfinningar hafa á við stál.

Á milli lína kannski kann þú sjá
Að vér kjöftum ekki alveg út í bláinn
Á milli vísuorðanna er fortíðarþrá
því ort er hér um fólkið bak við skjáinn.

Efnisorð: