Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.5.07
Dagur 6 af 40
Ásgeir - sigurvegari í nestiskeppni 5. X (Betra seint en aldrei)

Níels, Valborg og Alexander - Sigurlið körfuboltakeppni seinasta sunnudags í B1231ðh0lt1nu (Níels á aðallega heiður skilið) Viljum fá fleira fólk næst!

**********
B: Hvernig á að borga fyrir útskriftarferðina?
H: Með peningum?
B: Hvar og hvernig?
H: Í Öskjuhlíðinni þann 12. júní í plastpoka einum klæða.
B: Hættu þessu rugli!
B: Ég fór í Sorpu áðan og giskaðu hvað ég gerði?
H: Þú ældir.
B: Nei, ég leit ofan í einn gáminn og sá Harry Potter bók svo ég klifraði upp, tók bókina, hoppaði aftur niður og sá þá aðra bók sem mér hefur lengi langað í.
B: Svo ég klifraði aftur ofan í gáminn, kallinn sá mig og fór að skamma mig, ég brosti og sagði að mig hefur alltaf langað í þessa bók, hljóp inn í bíl, lokaði og keyrði burt.
H: Núnú og hvað svo? Var Þetta Kapteinn Ofurbrók?
B: Nei, gyllti áttavitinn, mjög góð bók, Kapteinninn var reyndar þarna líka, ég hefði átt að taka hann fyrir þig.
H: Nei, ég hef engan áhuga á sorpi úr ruslagámum, þar að auki er ég ekki þjófsnautur.
26.5.07
Hugarástand
Mannstu fyrir langa löngu, sólin skein og máninn svaf. Sumarið var að koma, fuglasöngur ómaði í takt við goluna og sólargeislarnir dönsuðu í morgunskímunni. Hurðin opnaðist, lykillinn féll í gólfið og andlit nýrra möguleika brosti í gegnum dyragættina. Þig langaði út, sætur ilmur fyllti vit þín, í stað þess að vepjast í iðrum sængurinnar svífuru líkt og þú sért á skýi í átt að upptökum lyktarinnar. Mörg andlit birtast á vegi þínum, sum hissa, önnur glöð og sum jafnvel hlæjandi, það skiptir ekki máli - þú þarft bara að komast á leiðarenda. Lyktin verður sterkari og sterkari, þér finnst þú hafa gengið kílómetrum saman en samt hættiru ekki, það er eitthvað sem rekur þig áfram, eitthvað afl sem þú hefur ekki stjórn á, einhver hvöt sem veit hvað er rétt fyrir þig - þú gefst ekki upp. Dagurinn er að kvöldi kominn og lyktin verður sterkari með hverju skrefi. Þú ert löngu kominn yfir það stig að lyktin sé óbærileg, þér finnst þú vera að kafna, samt helduru áfram. Þessi sæti ilmur, þessi tilfinning, þessi sæluhrollur, þú vilt það en það sýnir sig ekki. Það leyfir þér bara að upplifa sig með einu skilningarviti, geturu upplifað það með fleirum?

Eftirförin er sögð betri en bráðin, ég held samt að mín bráð sé betri.
(Textinn er aðeins lúmskari en hann virðist við fyrstu sýn, tílvísanir, minni, anagröm, ég gef ykkur nú samt ekki allt upp.")
23.5.07
Það gerðist
Hálfur dagurinn var liðinn með frænku minni. Fórum að skoða Laugaveginn, Hallgrímskirkju, Austurstræti, gáfum öndunum og skoðuðum Reykjavík í allri sinni dýrð. Eftir að hafa farið með hana á Bessastaði þar sem hún var mjög hissa yfir því að engir verðir með byssur vöktuðu svæðið ætluðum við að fara í Perluna. Á Reykjanesbrautinni ákvað einhver maður með kerru aftaní að snarhemla, maðurinn fyrir aftann hann á Volvo ákvað að snarhemla líka. Ég sem var næstur í röðinni ákvað líka að snarhemla, ég rétt svo næ að stöðva bílinn fyrir aftan Volvo-inn þegar ég lít í afturspegilinn og sé að svartur jepplingur stefnir beint á mig á u.þ.b. 70 km hraða. Hið óumflýjanlega gerðist, ég og frænka mín krömdust inni í bílnum og okkar bíll skall á bílinn fyrir framan. Ég ranka við mér, hún er hágrátandi, fæturnir á mér eru kramdir á bremsunni. Stelpan sem ók bílnum fyrir aftan mig tékkar á mér, ég panikka (hef aldrei verið svona hræddur á ævi minni) og hringi í 112, löggan kemur, bílarnir eru fastir saman, enginn var alvarlega slasaður en bíllinn minn er gjörónýtur, allt body-ið á bílnum er beyglað, hurðirnar haldast ekki einu sinni lokaðar. Löggan tók skýrslu og hér eftir sjá tryggingafélögin um allt. Tók nokkrar myndir með símanum:

Bílarnir eru fastir saman, maðurinn er að reyna finna út hvernig eigi að losa þá.

21.5.07
Búinn í prófum!!!
Var að koma úr seinasta prófinu, munnlegri stærðfræði, mjög skemmtilegt og hressandi. Ákvað að skrifa allar reglurnar mínar upp í bók sem ég ætla að nota á næsta ári líka fyrir stúdentsprófið, heppilegt að bókin er svört og í A5 stærð svo ég get krotað "Death Note" á hana, svo ef það verður e-ð diss þá fer nafnið á viðkomandi bara beint í bókina - sorrí, svona er lífið bara.

En að öðru - frænka mín er að koma í heimsókn frá Bandaríkjunum á morgun. Hún er e-ð rétt yfir tvítugt, dökk á hörund og heitir Nicole og ég veit bara ekkert hvað ég á að fara að gera með henni hér á klakanum, svo ég spyr ykkur lesendur: Ef þið hétuð Nicole, væruð dökk á hörund, rétt yfir tvítugt og væruð á leiðinni til Íslands, hvað mynduði þá vilja gera?!

Allar uppástungur eru vel þegnar.
18.5.07
Kostulegur draumur
Í nótt dreymdi mig einn furðulegasta draum sem ég hef nokkurn tíman upplifað, samt ekki þann furðulegasta.

Ég ranka við mér á stóru túni, allt í kringum mig eru krakkar frá því í grunnskóla, mismunandi gamlir eftir því hve langt er síðan ég hitti þá seinast. Þetta virðist vera reunion, allir eru í góðu skapi, skyndilega stend ég upp og hleyp í átt að hól á túninu og leggst á hann. Þegar ég ligg þarna í makindum tek ég eftir því að allir byrja að ganga í átt að hóteli/safni sem er þarna hinum megin við túnið. Við byrjum á því að skoða safnið sem er fullt af forngripum og undir hverjum einasta forngrip eða listaverki eru dýnur, frekar furðulegt. Næst göngum við að stórri rennubraut sem líkist rennubraut í sundlaug, svona göng sem eru glær. Ég renndi mér niður ásamt hinum og við endum í risastórum sal á neðstu hæð hótelsins. Mér til mikillar óhamingju virtist ég hafa gleymt einhverju en ég vissi ekki hverju. Ég varð að hlaupa út í bílinn og gá, ég fer þá upp stiga sem var að finna þarna úti í horninu og kem mér út án vandræða. Þegar ég kem aftur inn er mér meinaður aðgangur að stiganum svo ég fer inn á safnið í leit að rennubrautinni sem reynist svo vera hið argasta völundahús sem var nú mun myrkara og skuggalegra og á öllum dýnunum voru krakkar að hoppa og starandi á mig. Loksins finn ég rennibrautinna, orðinn nett hræddur við alla þessa krakka og renni mér niður, ég vissi hins vegar ekki að rennibrautinn lá niður að sviðinu í stóra salnum svo ég endaði upp á sviðinu og salurinn var fullur! En þetta voru ekki skólafélagar mínir heldur look-a-likes leikaranna í frægu þáttaröðinni 24 og stóð einhver Jack Bauer look-a-like á sviðinu (Ég veit ekki hvernig ég vissi að þetta væru look-a-likes). Á þessu vandræðalega augnabliki hleyp ég af sviðinu, að tröppunum og út. Þegar út var komið sé ég tvo menn vafnir klæðum sitjandi á beljum fyrir utan. Allt var nú mjög drungalegt og það var byrjað að kvölda. Þeir sitja á beljunum fyrir utan það sem virðist vera bensíndælur. Ég fæ þá slæmu hugdettu að þetta séu fréttamenn frá Miðausturlöndum að taka viðtal við fólk út af nýju bensíndælunum sem þeir voru að setja upp. Ég geng að þeim fús í þessa 5 mínútna frægð sem ég gæti hlotnast en ég sé enn þá ekkert undir þessum klæðum, þeir eru alveg huldir. Næsta sem gerist er mér óskiljanlegt, beljan bítur í höndina á mér og ég reyni að hlaupa burt. Þá dettur Miðausturlandabúinn af beljunni og var hlekkjaður við hana, við það detta öll klæðin af honum og mér til mikils ama sé ég að þetta er blóðþyrst górilla. Ég hleyp af stað með beljuna á höndinni og ég var orðinn heví pirraður á henni og skíthræddur við þessa górillu sem reynir síðan ekkert að ráðast á mig en dregst bara aftan í beljunni á bakinu. Ég reyni að hrista beljuna af mér og vakna þegar ég lem höndunum mínum í vegginn í herberginu mínu.

Hvað táknar þessi draumur?
9.5.07
Jahérna
Ef þetta er bara ekki allra slappasta kosningaauglýsing sem ég hef séð, ýtt undir rasisma og kynjaskiptingu í sömu auglýsingunni:
Hún er nú samt svolítið fyndin :P
8.5.07
Stúdentspróf í ensku lokið - magnað
Í dag fattaði ég af hverju það er ekki til skammstöfun fyrir „það er að segja“ í ensku.

T.hat I.s T.o S.ay

Gaman að'essu.
5.5.07
A blog says more than 1000 pictures!
Due to the upcoming English exam I've decided that every thought escaping my mind must be in English, that way I can stamp that "English intuition" in, keeping my vocabulary even tighter. But back to the subject of this blog, my life and my precious time. Yesterday I went climbing (In the climbing house) with a friend of mine called Guðjón (pronounced [Ku:thjou:n] vaguely), after ripping the skin off my right palm (and thereby painting one wall over there red) I decided that climbing is dangerous but that wont stop me from practicing, I'm gonna climb my way to the top (Sounds cliché, it was done on purpose)! I've also just recently rediscovered the joy of bicycling, after pumping the wheels of my old bike I managed to travel 5 kilometers on a gravel road in just 10 minutes, isn't that remarkable and did I mention it was a gravel road? I also went to see a movie two days ago, first time in the cinema for months. The movie was called The Secret and was supposed to teach you how you can use your personal manifestation to achieve anything, well I appreciated the movie and recommend it if you're in the mood for it. Anyways, as how interesting the subject of my last blog is I decided not to talk about it now since I need to do further experiments on myself, I think it has started to kick in, finally.

Later skaters!
1.5.07
Kominn út í neyslu
Hátindur Verkalýðsdagsins líður hjá á meðan ég sit hér og meðtek eitthvað sem kallast á góðri íslensku Brain+. Á eftir ætla ég síðan að prófa kókaín, maríjúana og svo ef ég þori ætla ég að prófa peyote sem á víst að vera það allra sterkasta. Allt er þetta hluti af því nýjasta í binaural wave tækni sem byggist á því að breyta skapi, hegðun og hugarfari með því einu að hlusta á hljóðfæl sem á að örva heilabylgjur. Allt hátæknilegt og engir timburmenn. Núna er ég búinn að hlusta á 64% af þessu svokallaða Brain+ sem var merkt (VERY STRONG DOSE) og ég finn bara ekki fyrir neinu öðru en hausverk og pirringi á þessu hljóði sem ég er að hlusta á.

Fyrirtækið i-doser sem rekur síðuna www.i-doser.com er sökudólgurinn á bak við þetta fyrirbrigði og þeir lofa jafnvel lækningu við mígreni með því einu að hlusta á binaural beats. Einni kalla þeir þessa hljóðfæla öllum fallegu nöfnum á við "dóp framtíðarinnar". Ef ég á að segja sjálfur frá þá finnst mér þetta nú bara vera hið argasta scam og ég trúi því ekki að þetta virki fyrr en ég fæ staðfestingu á því að einhver fái vímuáhrif við að hlusta á þetta.

Prófið að skoða síðuna og ef þið viljið er auðvelt að komast yfir alla "skammtana" á isohunt.com með því einu að slá inn i-doser.

Skemmtið ykkur í neyslunni.