Suscito
Imagination is more important than knowledge
7.1.07
Hin fullkomna flatbaka
Ég freistaðist um daginn til að panta eitthvað annað en Domino's þegar ég fékk tækifæri til að panta pizzu. Pizzastaðurinn Papinos varð fyrir valinu þar sem tilraun þeirra til að yfirtaka viðskipti Domino's hafði komist inn í undirmeðvitund mína, þ.e.a.s. símanúmerið hjá þeim er 5912345 - gott en ódýrt múv. Ég pantaði tvennutilboð sem þeir hafa eins og hjá Domino's nema þeirra tilboð er ódýrara (2000 krónur fyrir tvær 15" pizzur) og sveittar hvítlauksstangir fylgja ekki með. Eftir að viðkunnaleg rödd tók við beiðni minni um pizzu með pepperoni og aukaosti og annarri með sveppum og pepperoni var okkur sagt að koma eftir 15-20 mínútur - ásættanlegur tími. Eftir að hafa „hækkað mig upp um einn" og sótt pizzuna hófst veislan. Pizzan hæfilega þunn, osturinn bragðgóður og heitur og pizzan í heildina guðdómleg. Hið furðulegasta og einkennilegasta var þó að hundurinn minn borðar Papinos pizzu en ekki Domino's, það er góðs viti (Ég pantaði samt ekki hina pizzuna fyrir hundinn minn, hún sníkir bara). Að lokum myndi ég segja að Papinos væri skrefi nær því að vera hin fullkomna flatbaka heldur en Domino's.
3 Comments:
Blogger gummez said...
Thetta er eitthvad sem èg bara verd ad bragda à thegar ad heim verdur komid!!!

Anonymous Nafnlaus said...
rizzo?
eldsmiðjan?
Reykjavík pizza company?
get taste!

Anonymous Nafnlaus said...
Ég sagði aldrei að Pepinos væri hin fullkomna pizza, skal prófa Eldsmiðjuna, Rizzo og Reykjavík Pizza company í næstu ef það er ekki rjéndýrt.