Suscito
Imagination is more important than knowledge
14.1.07
Rólegheit

Útsýnið heiman frá mér, fallegt?

Er búinn að gera heiðarlegar tilraunir til að fara á snjóbretti í vetur en þær hafa flestar orðið að engu. Fór reyndar í gær í skíðabrekku Grafarvogs með Herði þar sem við renndum okkur nokkrum sinnum í nýfallinni fönninni. Ég náði meira að segja að gera backside 180° :D. Þrátt fyrir smæð sína er skíðalyfta í brekkunni og við hana unnu einhverjir Orkuveitu glúggilúggar. Lyftan bilaði síðan nokkrum sinnum og þegar ég reyndi að spyrja þá út í bilunina, sem virtist vera hátæknileg og svo flókin að háskólamenntun þyrfti til að gera við hana, þá fékk ég bara e-ð uml til baka, greinilega einhverjir gaurar sem sniffuðu lím í æsku. Síðar komst ég að því að lyftan bilaði því hún datt úr sambandi.

Síðan virðist myspace vera ofarlega á baugi í dag, fólk að kynnast í gegnum þetta Myspace skrímsli sem er næs. Eini munurinn hins vegar á Msn og Myspace er sá að þú getur séð contact listann hjá vini þínum gegnum Myspace. Skemmtilegt að sjá að vinur vinar manns er besti vinur frænda/frænku manns eða e-ð álíka. Er líka búinn að kynnast aftur fólki sem var með mér í grunnskóla og síðan er ég líka búinn að læra hvernig ég get dáleitt hundinn minn!

Leoncie er vinur minn og e-r brjálaður Death metal gaur sem heitir Tyrone, beat that!

P.S. Hlekkurinn á mæspeis síðuna mína er myspace.com/haffi112 sí jú ðer.
1 Comments:
Blogger Hörður Freyr said...
Hehe, ekki segja mér að lyftan hafi virkilega bara dottið úr sambandi?! Jæja, ég hefði hvort eð er ekkert haft gott af því að detta meira á hausinn hjálmlaus :D