Suscito
Imagination is more important than knowledge
21.1.07
Víkingaþrá
Mig langar að prófa að lifa í stríði eða borgarastyrjöld, en auðvitað með þeim forsendum að ég myndi lifa af. Ef þið getið, hlustið þá á "Den sista runans dans" þegar þið lesið þetta.

Ég væri í liði með fólki þar sem nafn eða þjóðfélagsstaða skiptir engu máli, allir hjálpa öllum til að bugast á kúgunarvaldi sem reynir að mjólka hvern einasta blóðdropa úr þegnunum. Ég væri með réttlætinu í liði, réttlætinu sem vill ekki láta spillinguna eyðileggja þjóðarsálina. Saman myndum við skapa andspyrnuhreyfingu þar sem allir gætu lagt eitthvað til málanna. Allir væru jafn mikilvægir og allir væru tilbúnir að leggja sína hönd á plóginn. Dulkóðuð skilaboð myndu berast manna á milli, skipilögðum árásum og gagnárásum væri hrundið í framkvæmd. Allt væri gert með nafnleynd og úthugsaðar áætlanir ættu enga höfunda, aðeins fórnfýsina sem fylgdi stríðinu. Saman myndum við mynda heild, samstæðari en her, bundin svo sterkum böndum að ekkert gæti stöðvað okkur.

Loks þegar dísætur sigur væri í höfn myndum við finna lyktina af nýjum degi í nafni réttlætis og lifa með minninguna til eilífðar.

Ekki eins og það sé að fara að gerast, bara gaman að pæla í þessu.
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
ég hlustaði á Sonadora með Enya ( enyu ? )

Anonymous Nafnlaus said...
said:

Anonymous Nafnlaus said...
says: