Suscito
Imagination is more important than knowledge
5.1.07
Ég bjarga heiminum
Í þessari færslu ætla ég að koma með tillögur sem munu hraða þróun mannkynsins.

Í fyrsta lagi legg ég til að við þurfum kynbætur til að þróast hraðar. Börn gætu verið látin taka hæfileikapróf/áhugasviðspróf og þau síðan sent hvert í sinn bæ. Hver bær hefði síðan ákveðið einkenni eins og stærðfræðibær, tónlistarbær og tungumálabær. Þannig gætu menn þróast út í það að verða eins og hundategundir, hver tegund með sitt einkenni (það má sjá bæði kosti og galla við það).

Næst yrðu allir með alvarlega kynsjúkdóma sendir til Ástralíu þar sem Ástralía væri heimsálfa þannig fólks. Þar væri allt þetta fólk gert ófrjótt (en það gæti samt notið kynlífs) og að lokum myndu sjúkdómarnir deyja út þar sem þau gætu ekki fjölgað sér.

Þar sem Afríka væri eftir þessa flokkun orðin að mun fámennari heimsálfu væri nægilegt landsvæði svo íbúar álfunnar gætu hafið ræktun og búskap upp á eigin spýtur. Afríka myndi rísa upp úr öskunni á ný og þriðja heims ríki væru úr sögunni. Í allri þessari velmegun þyrftum við einnig að koma í veg fyrir offjölgun, ég á enn þá eftir að finna ráð við því en allar tillögur eru vel þegnar. Einhvern vegin gæti ég samt trúað að þessi hugmynd myndi valda fleiri stríðum en heimsmyndin í hinum núverandi heimi og þar að auki myndi þetta brjóta í bága við mörg trúarbrögð. En maður má alltaf láta sig dreyma eða hugleiða eitthvað annað en veruleikann.

Öll skítakomment á við kapítalisti, kommúnisti, rasisti eða e-ð álíka eru ekki vel þegin. En ef einhver hefur heyrt um þessa hugmynd áður mætti hann góðfúslega benda á hvaða stefna þetta væri.