Kominn aftur í siðmenninguna þar sem ég var þvingaður til að vera utan hennar um áramótin. Afmæli hjá pabba (70 ára) og síðan er Freyja of hrædd til að létta á sér (nema inni) ef hún heyrir í flugeldum. Matarboð geta líka verið skemmtileg, fór í nokkur þannig, hitti fólk sem maður hittir annars aldrei og hlustaði á skemmtilegar sögur. Heyrði einmitt skemmtilega sögu frá bróður mínum sem er sjómaður um daginn. Þannig stóð til að frekar stór skata hafði veiðst þann daginn í togaranum sem er víst sjaldgæft á þessum slóðum. Þá fékk einhver þá flugu í höfuðið að mana einn sjómanninn (Ekki bróður minn (vona ég)). Mönunin fólst í því að ríða skötunni í fimm mínútur og þá fengi hann 5000 krónur frá hverjum skipverja (um 20 talsins, ath leyfilegt var að nota smokk). Eftir 5 mínútur var honum sagt að hann mætti hætta en þá sagði hann: „Hún er rétt svo orðin volg" og síðan megiði ímynda ykkur framhaldið.
Vorkenni þeim sem fékk þessa skötu á Þorláksmessu...