Suscito
Imagination is more important than knowledge
24.5.08
Ég mun diffra!
Svona í tilefni þess að aðeins eitt próf er eftir þá fannst mér þetta viðeigandi :)

7.5.08
Vonvillta blómið
Fræi var í jörðu villta sáð
von þess sólu á himni björtum sá.
Teygði upp anga sína, blómabreiðu á
bauð birtu sólar okkar, alla sína þrá.

Sólin varð við beiðni bjartra þráa
sem beina geislabjarma á blómið bláa.
„Myndi það loks verða vinur minn?“
það vonaði og leit upp í himininn.

Með voninni það óx í aðra átt.
Í arma bláa blunda myndi brátt.
Er nær dróg útlit geyst varð grátt.
Var glæsta blómið ekki lengur blátt?

Það vafði sig um blómið forna bláa
bað um skýringar á litnum gráa.
„Því miður ég er ekki af sömu sort“
Skyldi hér í tilgangsleysi ort?

Blómið sem af fræi í heiminn fæddist
í fagnaðs leysi hægt að jörðu læddist.
Brátt myndi koma harður, kaldur vetur
kannski næsta sumar gert það gæti betur.