Suscito
Imagination is more important than knowledge
19.1.07
Súr(realísk) saga eftir mig og Hlyn, part 1
Einu sinni var pínu oggu pínku ponsu lítill punktur sem var í hnitakerfi. Nánar til tekið óevklíðsku hnitakerfi (ef það er til) sem einkenndist af ótvíræðum þverspeglunum sem eru ekki til nema í undraheimi Hlyns. Punkturinn tengdi sig við fylkið (the Matrix) sem teygði sig yfir í Bandaríkin og fer Keanu Reeves með aðalhlutverkið í því. Keanu Reeves ljáir punktinum rödd sína og punkturinn ljáir Keanu Reeves sjarmann sinn. Punkturinn stóð frammi fyrir erfiðasta verkefni sínu til þessa, að komast úr einvíðri veröld í óhluttæka veröld. Hann þurfti mikið af sleipiefni og allan fasta alheimsins. Enginn hafði gert þetta áður en Punkturinn ákvað að gera það fyrstur. Eftir margra klukkustunda áreynslu heyrðist *plúbb* punkturinn hafði skotist inn í óhluttæka veröld sem var full af grænum pappakössum sem voru fylltir með Ora baunum. Ora baunirnar spíruðu og það uxu baunagrös út um allt, litli punkturinn gat ekki ratað út úr þessum baunaspíruskógi svo auðveldlega. Hann setti því rúmið sem hann var í upp sem hnitakerfi. Út frá vigrareglunum gat hann ratað út. Því næst tók hann rúmið og fór að sofa í því en þar sem punktar eru ekki lifandi var hann andvaka og klifraði upp á orabaunagrasið. Við honum blasti risavaxinn skógur, núna sá hann ljósið, þetta voru ekki Ora baunir heldur skógur af grænum skaphárum.