Suscito
Imagination is more important than knowledge
31.8.06
Það sem eg fann
Í dag þegar ég var að koma úr skólanum, eins og í seinustu bloggfærslu, beið ég eftir strætó við Lækjartorg. Allt í einu finn ég eitthvað eins og stein lenda á fótunum á mér, ég lít niður og einhver hafði rekið fótinn í USB minnislykilslyklakippu sem lenti síðan fyrir framan mig. Bleikur USB lykill, lyklahringurinn er beyglaður eftir mikla notkun (Ekki eftir það að einhver steig á hann) og letrið á honum er afmáð. Ég sting þessum stundarfjársjóði í vasann og gleymi honum um stund. Stuttu seinna var ég byrjaður að ímynda mér hvað var inná þessum USB lykli, saklaus skólaverkefni með vírusum, lög, leyniskýrslur, barnaklám og eitthvað annað langdregnara. Þegar ég loksins kom heim ákvað ég að stinga honum í tölvuna og athuga hvað væri inná honum. Eftir smá bið opnaðist gluggi á skjánum og innan þessa glugga voru sláandi skjöl, að einhver skyldi ganga með USB lykil með svona nokkru innanborðs er mér alveg óaðskiljanlegt.
28.8.06
Kramin gleði
Hvernig getur gott allt í einu orðið vont og fyndið orðið sorglegt á augabragði?

Í dag var ég á leiðinni heim í strætó. Sólin glampaði á milli skýjana og himnastigar sáust í fjarska. Er ég sat og dagdreymdi í strætónum leið ekki á löngu uns ég sá bílaröð sem var næstum stopp á Hringbrautinni, hún mjakaðist áfram. Þegar ég leit betur á þetta undarlega fyrirbrigði sá ég hóp af gæsaungum sem lölluðu áfram á veginum í einni þyrpingu. Lestarstjórarnir brostu og ráku þá áfram með því að flauta á þá. Strætóinn ók fram hjá þessari sýn á augabragði og á meðan huldu skýin sólina, þá sá ég af hverju þessir aumingja gæsaungar ráfuðu um Hringbrautina. Stuttum spöl framar þar sem umferðarteppa hafði myndast var lík af gæsamömmu, kramið eins og það hefði orðið fyir valtara.

Pylsur soðnar í bjór, c'est la vie!
22.8.06
Loksins!
Frí! Í þrjá daga, ef ég tel gærdaginn með og aðeins um 9 dagar þangað til Gummi fer frá landinu fyrir næstum fullt og allt í eitt ár. Þrír dagar þar sem ég get sofið út eins og ég vill, ég fæ samt kjánahroll þegar ég fer á fætur á nóttinni um að það komi hendi undan rúminu mínu og grípi í lappirnar á mér, einhver hendi sem er alveg sjúk í að grípa í lappirnar á mér og toga mig undir rúmið og éta mig lifandi, sú hendi er dauð ef hún gerir það, mér líður líka alltaf svona á hryllingsmynd í bíó. En eftir aðeins 2 daga er skólasetning og ég er feginn að hafa keypt mest megnið af mínum bókum fyrir rúmri viku (á samt enn þá eftir að finna þessa frönsk-frönsku orðabók, hvar fæst hún?!?!?) því ég fór í gær að líta á þennan blessaða skiptibókamarkað með Årneby og það var a.m.k. hálftíma röð inn í Griffil og Office 1, námsfúsir menntaskólanemar sem þyrsti í meira námsefni og voru tilbúnir að eyða dágóðri summu af sumarlaununum í bækur. Af hverju borgar ríkið þetta ekki bara fyrir okkur? Við sem erum framtíð þessa samfélags, t.d. var ég að kaupa líffræðibók fyrir hátt í 8000 krónur og ef ég er að fara að lenda með sama líffræðikennara veit ég ekki hvort lestur eða sjálfsagi verði innifalinn í verðinu...
15.8.06
Kamelot - Wander

I recall one summer's night

Within the month of June

Flowers in mahogany hair

And smell of earth in bloom

Only such a melody

Comes without a sound

More than faintly heard by those

Who know what they have found

Now it's just a memory...

Fallegur texti?
11.8.06
Freaky friday, artí fartí
Ég vakna, tilhugsunin um það eitt að ég sé að fara að breytast í dag veitir mér hroll, ég hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun. En núna get ég ekki stigið til baka og innan stundar er ég mættur í vinnuna, svitaperla lekur niður ennið á mér jafnvel þótt það sé skýjað og kalt úti, ég hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun. Í hádeginu hringi ég í Guðjón, hann hefur þegar orðið fyrir þessari breytingu en lætur það ekki á sig fá. Sumar breytingar eru góðar, aðrar slæmar, í örvæntingu minni get ég ekki annað en vonað að ég muni breytast til góðs. Dagurinn líður og sá hluti dagsins sem ég er í vinnunni einkennist af kulda, vindi, sjálfsfórnun, tönnum með málningu á og ýmsum öðrum riskí hugtökum. Eftir vinnu rennur stundin upp, ég, Gummi og fabióinn rennum niður að Hverfisgötu 37, ég hafði aldrei komið þarna inn, ekki einu sinni séð staðinn nema kannski út undan mér. Ég sest niður í sófa sem virðist vera frá 1970 og fyrir framan mig eru hrúga af tímaritum frá 1991 og fyrr. Fyrir framan mig stendur maður í Don Kanó galla og spilar 80's grúv á meðan hann djammar með. Nafnið mitt er kallað upp, ég tek af mér húfuna og sest í stólinn. Ég var heppinn, ég fékk köttið Aron.
9.8.06
Trailer crashers
Ég og Gummi, killing the stage í Wedding Crashers!

Hérna

P.s. Þetta var gert með samþykki Gumma, man that's dope!
8.8.06
Important lesson...
...About Life that we can all learn from.

Ég hef bara eitt að segja; þetta, lesið allt.

;)
6.8.06
Fabio
Ég og Gummi skelltum okkur á eitt stykki bíl um daginn, mér finnst það allavega vera tíðindi. Bíllinn er skráður á mig svo þetta mun vera mitt annað ökutæki og aðeins skárra en það sem ég átti fyrst (hvaða bíl átti ég fyrst? :P). Bíllinn er af gerðinni Skoda Fabia (Fabio) en ökukennarinn minn þuldi yfir mér þetta þegar hann heyrði um þennan eðalvagn:

Skódi ljóti
Spýtir grjóti
Kemst ekkert nema
Niðrí móti

Sem er ekki satt... Mér finnst líka sjúklega kaldhæðnislegt að það eru límmiðar í glugganum sem stendur á "Gemini alarm system"... Það heitasta í dag, tvíburar koma að lemja þig ef þú snertir bílinn.
1.8.06
Paul Erdős
Ég hafði ákveðna hluti í huga en ég ákvað loks að skrifa um þennan meistara. Paul Erdős var ungverskur stærðfræðingur fæddur árið 1913. Foreldrar hans voru bæði stærðfræðingar og gyðingar og ólst Paul Erdős því upp í örvandi umhverfi. Þegar hann var þriggja ára gat hann lagt saman og þegar hann hafði náð 4 ára aldri gat hann reiknað út hvað fólk hafði lifað í margar sekúndur. Erdős sýndi fljótt merki þess að vera snillingur og útskrifaðist með doktorsgráðu í stærðfræði 1934. Vegna fórdómum gagnvart gyðingum flutti hann til Manchester og stuttu seinna tók hann upp á því að ferðast frá einni menntastofnun til annarrar, bankaði upp á og sagði "My brain is open". Þetta gerði hann til dauðadags og á lífsferli hans var oft kennt við hann að stærðfræðingur væri vél til að breyta kaffi í reglur og kenningar en sjálfur drakk Erdős það í óhóflegu magni. Árið 1971 byrjaði hann hins vegar að taka amfetamín og varð háður því. Hann varð svo háður að hann gat ekki reiknað nema hann væri á amfetamíni. Þegar hann var ekki á því var autt blað bara autt blað en þegar hann var á því var hugur hans fullur af hugmyndum. Hann trúði á bók sem Guð hafði skrifað í allar fallegustu og bestu sannanir stærðfræðinnar, hann sagði meira að segja að maður þyrfti ekki að trúa á Guð, aðeins "bókina". Hann efaðist um tilvist Guðs og kallaði hann ofur fasista sem geymdi allar fallegu sannanirnar fyrir sjálfan sig. Ef hann sá fallega sönnun kallaði hann: "Þessi er úr bókinni!".

Paul Erdős var þar með einn afkastamesti stærðfræðingur sögunnar en hann lést 20. september 1996 og lét eftir sig bók sem kallast proofs from the book sem ég verð að eignast :)

P.s. gat ekki skrifað meira út af blogger O_o