Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.6.07
Ég er orðlaus


Grimmd?
27.6.07
Núna er ég frægari en Árni Páls
„Strákar! Ísland í dag er að koma eftir fimm mínútur að taka viðtal við ykkur, verið tilbúnir með e-ð skemmtilegt handa þeim.“

Dj***** var ég stressaður og svo fékk ég svo ljómandi skemmtilega spurningu sem tengist eðlisfræði engan vegin, mig langar helst til að skjóta mig núna þetta var svo vandræðalegt.

En þetta verður vonandi klippt út, ég bið til Guðs á hverri sekúndu að þetta verði ekki sýnt. Ef þetta verður birt mun ég flytja frá Íslandi og láta mig hverfa, skipta um nafn og láta brenna af mér fingraförin. Eða ég segist bara vera Gummi, það hefur virkað seinustu þrjú skipti.

Svo verður viðtalið ekki einu sinni sýnt í dag - þátturinn augljóslega ekki að standa undir nafni...

Skal samt láta ykkur, kæru lesendur, vita tímanlega á blogginu þegar þetta verður birt ef einhver áhugi er fyrir hendi :)
24.6.07
Fjallganga
Í gær fór ég með Guðjóni, Jóa og Hlyni upp að Valshamri bak við Esjuna þar sem við klifruðum fram á rauða nótt. Frekar magnað að sjá sólina setjast og koma síðan strax aftur upp! Hérna fylgja svo nokkrar myndir úr ferðinni - njótið.

Valshamar og Hvalfjörður í baksýn.

Jói fetar sig upp.


Hlynur kominn hálfa leið upp Eilífðarleið.


Varðeldurinn okkar! :D


Frumstæði ofninn hans Jóa

Er að pæla í að kaupa mér kort í klifurhúsinu núna, adrenalínið sem maður fær úr þessari íþrótt er magnað. Ætli það sé ekki bara fallhlífarstökk næst?
23.6.07
Dragonforce




Maður verður bara að bera virðingu fyrir svona gítarleikurum.

Amfetamín? Maður spyr sig...
21.6.07
Bara orðinn „celeb“
Fyrir þau ykkar sem höfðu ekki aðgang að Mogganum í dag (Eins og t.d. Guðmundur) má finna brot úr fréttinni hér.
20.6.07
High stakes poker
Póker er einstaklega skemmtileg hugaríþrótt að mínu mati sem reynir jafnt á hæfni spilarans til að klekkja á andstæðingunum og að halda eðlilegum svipbrigðum meðan á leiknum stendur. Derhúfa, sólgleraugu og hetta eru allt dæmi um hluti sem sumir pókerspilarar eru tilbúnir að nota til að ganga lengra í Póker„fíkn“ sinni. Ég hefði alveg verið sáttur við svona aukahluti um daginn þegar ég var einn eftir á móti spilaranum sem hafði hrifsað til sín 70% spilapeninganna á borðinu. Á meðan hann horfði girndaraugum á litlu spilapeningahrúguna sem ég átti eftir báðu hinir „föllnu“ um endalok þessarar kvalar, þessarar eymdar og volæðis. Við beygðum okkur undir þessi sterku orð og ákváðum báðir að fara ALL-IN, þar sem hvorugur gat aukið við veðmálið sýndum við hendurnar okkar. Ég var með ásapar, bestu byrjunarhönd í leiknum á meðan mótherji minn var með skitinn fjarka og tvist, ég var viss um sigur og hafði fulla ástæðu til þess að fara all-in! Floppinu var skellt á borðið, þristur, sjöa og sexa, möguleikar andstæðingsins gagnvart mér voru sláandi litlar, næsta spil var lagt á borðið, hjarta gosi, þetta spil kom á besta tíma, andstæðingurinn átti ekki sjéns í mig. Svo loksins, á rivernum kemur þetta mjög svo skemmtilega spil - niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Lesendur ættu að geta gert sér í hugarlund tilfinningar mínar gagnvart borðinu á þessari örlagaríku stundu og þess vegna leyfi ég myndinni að tala.


Hvað annað hefði ég getað gert í stöðunni?
19.6.07
Mig langar í svona!
Þetta er mögnuð græja, smellið hér.

Núna verður maður að passa sig að hella kaffinu ekki niður...
15.6.07
List, klám og fistingar
Var áðan að finna nokkrar skemmtilegar myndir sem ég er búinn að taka á símann minn nýlega, vona að þið hafið jafn „gaman“ af þeim og ég. Hérna eru fyrstu tvær:

Hér má sjá nýju súluna fyrir utan Laugar, ekkert athugavert við þessa mynd til að byrja með annað en að fólkinu hefur á óútskýranlegan hátt tekist að mynda súlu úr orgíunni sinni.

Skoðum listaverkið nú aðeins nánar, þetta var það fyrsta sem blasti við mér áðan þegar ég gekk í Laugar. Einhverri gellu hefur sem sagt tekist að reka handlegginn sinn, upp fyrir olnboga, inn í sparigatið á vini sínum í orgíunni.

Hvað finnst ykkur?

(Ég virði allar heilbrigðar skoðanir um list en mér finnst sjálfum að listamenn eigi rétt á (og þurfi líka) almennri gagnrýni, listaverkið er sjálft frábært og frumlegt en líka svolítið fyndið :))
14.6.07
19 ára
Síðustu dagar hafa verið mjög viðburðaríkir og dramatískir.

Ég fékk nýjan bíl sem verður arftaki Fabiunnar heitinnar, megi hún hvíla í friði. Gripurinn kallast víst Getz, 2004 árgerð, silfurlitaður og er ég bara tremma sáttur með kvikindið.

Ég náði þeim merka áfanga í lífinu að verða 19 ára án allrar utanaðkomandi aðstoðar og í fyrsta skipti held ég upp á afmælið án þess að Gummi sé hérna.

Ég fékk Skyrunner í afmælisgjöf. Held að eitt stykki myndband segi meira en 1000 myndir og þar með milljón orð (Lækkið ef þið viljið ekki verða fyrir varanlegum heyrnaskaða).

Takk fyrir afmæliskveðjurnar! (Guðjón, Árni, Kiddi, Alexandra, Gummi, Tómas, Gunnar Atli, Addi, Einar Bjarki, Tommi, Lísa, Valborg, Bjarni, Birkir, Hörður, Ásgeir, vinir Gumma í Frakklandi, Biggi, Loftur, Einar Sverrir og fleiri sem ég er örugglega að gleyma eða eiga eftir að skila kveðju).

Bless í bili.
12.6.07
Hey Joe!
Ég er floddaður af þessu á myspace svo ég ákvað bara að taka þátt líka! :)

RULES:
1. Put Your itunes, windows media plyer etc on Shuffle
2. For each question, press the next button to get your answer.
3. YOU MUST WRITE THAT SONG NAME DOWN NO MATTER HOW SILLY IT SOUNDS


IF SOMEONE SAYS "IS THIS OKAY" YOU SAY?
Search and destroy!

HOW WOULD YOU DESCRIBE YOURSELF?
Can’t buy me love.

WHAT DO YOU LIKE IN A GUY/GIRL?
Steamrock fever.

HOW DO YOU FEEL TODAY?
Funeral for a friend.

WHAT IS YOUR LIFE'S PURPOSE?
Ridin’ (Úff, nei)

WHAT IS YOUR MOTTO?
Keep on rocking in the freeworld! (Þetta er óhugnanlega nálægt!)

WHAT DO YOUR FRIENDS THINK OF YOU?
Monkey gone to heaven. (Ok, ég skal muna það)

WHAT DO YOU THINK OF YOUR PARENTS?
Step into Christmas.

WHAT DO YOU THINK ABOUT VERY OFTEN?
I want to hold your hand. (Ætli það ekki)

WHAT IS 2 + 2?
Stop the Cavalry. (Svona gerist þegar maður leggur saman tvo og tvo)

WHAT DO YOU THINK OF YOUR BESTIE?
Born in the USA. (Þá hef ég greinilega ekki hitt mína „Bestie“)

WHAT DO YOU THINK OF THE PERSON YOU LIKE?
Innocence. (Hmm, er ekki viss með þetta)

WHAT IS YOUR LIFE STORY?
Motorcade. (NEI)

WHAT DO YOU WANT TO BE WHEN YOU GROW UP?
Close to you. (Awww)

WHAT DO YOU THINK WHEN YOU SEE THE PERSON YOU LIKE?
Positively 4th street. (Jább, hugsa þetta alltaf)

WHAT DO YOUR PARENTS THINK OF YOU?
The call of Ktulu. (Þau vissu þá af köllun minni allan tíman)

WHAT WILL YOU DANCE TO AT YOUR WEDDING?
Holiday.

WHAT WILL THEY PLAY AT YOUR FUNERAL?
Bard dance. (Mjög epískt)

WHAT IS YOUR HOBBY/INTEREST?
Everyday. (Svo ég er bóhemi, kúl)

WHAT IS YOUR BIGGEST FEAR?
Bye bye miss American pie. (Tjah, ef það stæði Icelandic en ekki American væri þetta ekki fjærri lagi)

WHAT IS YOUR BIGGEST SECRET?
That’s the way of the world. (Það er hægt að túlka þetta á svo marga vegu…)

WHAT DO YOU THINK OF YOUR FRIENDS?
Searchin’. (lol)

WHAT WILL YOU POST THIS AS?
Hey Joe!

Stuð, prófið sjálf!
7.6.07
Dagur 15 af 40, þetta er auðvelt
Dagur 4 af eðlisfræðiþjálfuninni er liðinn og við höfum farið yfir flest allt eðlisfræðitengt efni sem ég hef lært í menntaskóla. Strax annan daginn varð liðið fyrir miklu áfalli þegar það var bólusett fyrir 106.000 krónur. Hinar alræmdu pestir Lifrarbólga A og B, Kólera og Salmonella eiga víst ekki sjéns í mig núna! Sem minnir mig á það að eftir 8 daga á ég að drekka aftur jukk með hindberjabragði og kóleruleifum, góður kokteill þar á ferð! Bókin sem við förum eftir í þjálfuninni er líka mjög skemmtileg, minnir mikið á efnafræðibókina, bara betri útskýringar og flottari dæmi. Hver hefur ekki áhuga á að lesa söguna um illkvitna nemandann sem vildi vita hvað gerðist ef hann kastaði melónu fram af 47 metra háu húsi? Ég væri allavega vel til í þannig tilraun sjálfur, held samt að skopparaboltar úr Hallgrímskirkjuturni hafi verið nóg af því góða nú um árið, sérstaklega því þeir lentu 2 metrum frá túrista. Svo var líka einstaklega skemmtilegt að reikna dæmið um stelpuna sem kastaði vatnsblöðru á bílrúðu, sérstaklega þar sem stóð fremst: "DON'T TRY THIS AT HOME", mig langar svolítið að prófa núna.

Í dag ákvað að skella mér á mánaðarkorti í World Class og geta metnaðarfullir lesendur vænst þess að sjá mig þar milli 16 og 18+ virka daga í Laugum og á morgnana um helgar í Spönginni líklega. Þar geta þeir gert tilraun til þess að safna svita mínum í glas og selja síðan dýrum dómum á Ebay, það hefur reynst vel hingað til.

I'm off pac-manning (Urban dictionary ftw!)
4.6.07
Vandamál
Í morgun þegar ég vaknaði var ég að pæla í teningum og nú þegar að kvöldi er komið er ég enn þá að pæla í þeim. Vandamál mitt er svohljóðandi:

Er hægt að búa til reglulegan (allar hliðar eins) tening (Teningur er þá skilgreindur sem hlutur sem hefur jafnar líkur á hverri hlið sem kemur upp þegar honum er kastað) fyrir oddatölufjölda hliða fleiri eða jafnt og 5?

Ég er aðallega að pæla í einhverri reglu sem hægt væri að koma á teninga með oddatölufjölda hliða því með alla teninga með slétttölufjöld hliða þar sem hliðarnar eru 6 eða fleiri má taka tvær píramídalaga einingar og „líma“ saman á botninum.

Mig langar í reglulegan tening með 101 hlið til að spila íslenska spunaspilið Ask Yggdrasil.
3.6.07
Hundarnir
Fór í göngutúr með Árna og við tókum hundana með.

Afrakstur ferðarinnar má sjá hér!

Freyja - Svört, snögghærð með hvíta bringu og hvíta sokka. 1/2 Labrador, 1/4 Minkahundur, 1/4 íslenskur hundur => "minnkaður" labrador (hundurinn minn og hún verður 4 ára eftir þrjá daga, sem sagt 28 ára í hundaárum!). Mjög blíð en frekar feimin, fílar sig mest undir einhverju, undir borði, undir stól. Hún geltir oftast á fólk þegar hún sér það í fyrsta skipti en svo oftast aldrei aftur, það er a.m.k. mjög óeðlilegt ef hún geltir ekki á e-n þegar hún sér hann fyrst.

Venus - Ljós, snögghærð, 100% Labrador í eigu Árna Reynis. Elskar vatn og að elta steina.

Lúna - Ljós, mjög snögghærð, feldurinn hennar stingur og er mjög teygjanlegur. 1/2 Border Collie og 1/2 einhver tegund sem ég man ekki hvað heitir, shai pei eða e-ð. Mjög ofvirk (sem er bara skemmtilegt) og í eigu Árna.

Misty - Svört 4 mánaða púðla sem Árni er að passa, frekar ofvirk.
Dagur 11 af 40, ég er að klikkast!
You Are 80% Abnormal

You are at high risk for being a psychopath. It is very likely that you have no soul.

You are at medium risk for having a borderline personality. It is somewhat likely that you are a chaotic mess.

You are at high risk for having a narcissistic personality. It is very likely that you are in love with your own reflection.

You are at high risk for having a social phobia. It is very likely that you feel most comfortable in your mom's basement.

You are at high risk for obsessive compulsive disorder. It is very likely that you are addicted to hand sanitizer.