Suscito
Imagination is more important than knowledge
28.10.06
Eftirköst eftir Mýrina
Stundum finnst mér eins og lífið hafi ekki tilgang, eins og við séum bara spendýr sem hafa sama tilvistarrétt og örverurnar sem lifa í munnholinu okkar. Hvað er það þá sem olli því að ákveðin frumefni röðuðust saman og mynduðu jörðina, þar að auki voru þessi frumefni ólífræn. Loks röðuðust þessi frumefni upp í sameindir sem röðuðust loks upp í "efni" sem urðu að lífverum. Lífverurnar þróuðust og urðu að mönnum, mennirnir öðluðust sjálfstæða hugsun, mennirnir eru samt enn þá dýr finnst mér, allavega það að vera mannlegur og gera mannleg mistök. Reyndar er það, það sem gerir lífið skemmtilegt...

Þetta hljómar eitthvað svo ótilviljanakennt að mennirnir hafi sprottið upp úr engu... En þrátt fyrir að vera dýrsleg tekst okkur að halda áfram að þróast, t.d. náði einn ákveðinn Baltasar að gera ágæta bíómynd og sýndi þar með mikla snilli.

Mér finnst ömurlegt að þurf að borga fyrir að líða illa yfir því að sjá eitthvað 5 ára barn deyja út af því að það var meil heilaæxli. Síðan fannst mér Elliði hafa einstaklega dýrslegan persónuleika sem minnir mig einmitt á það að við erum dýr og konan sem talar um mistök sem fylgja henni út ævinna, dýr, því mér finnst framhjáhald vera dýrslegt athæfi sem byggist ekki á neinu öðru en dýrslegum hvötum.

Ég er búinn að breyta þessu bloggi smá síðan ég skrifaði það fyrst, núna finnst mér þetta blogg hafa tilvistarrétt.

Mýrin er annars ágæt en 1200 krónur inná hana...
23.10.06
Rosette project
Blogger étur næstum öll blogg sem ég geri - súrt. Vona að þetta lifi *krossar fingur*...

En að allt öðru; eftir að hafa niðurhalið forritinu Comic life hef ég ákveðið að skapa myndasögur sem samanstanda af stuttum sketchum úr mínu lífi. Hérna er frumraun mín, ég er samt ekki vanalega svona vondur - eða, þið skiljið... Það er bara gaman að gera grín að fólki sem kann ekki á tölvur ^^

Skjáhvílan sem þarna sést er hluti af Rosette project og ég mæli með að sem flestir niðurhali þessari skjáhvílu og hjálpi til við að finna lækninguna við krabbameini og öðrum kvillum.

Síðan ætla ég að reyna að koma með fleiri svona sketcha í framtíðinni ef fólk er heitt fyrir þessum andskota.
17.10.06
Joseph Henry
Fræ merkra uppgötvana sveima í kringum okkur, en þau skjóta aðeins rótum í hugum sem hafa verið vandlega undirbúnir til að taka á móti þeim...

...Hálfvæminn endir á hraðlestrarnámskeiði, en ég er sáttur. Ef einhver vill fá 5000 kr. inneign á námskeið þá á ég tvær, aðra er þegar búið að panta. Náði þeim ágætis árangri að fimmfalda lestrarhraða minn að ég best veit, ekki slæmt.

Orð á götunni; kindur minnka ekki þegar það rignir, Íslendingar eru að verða kammó og DOS tölvuleikir tíðkast á ný meðal ungmenna.

Ætlaði að koma með langt og fræðilegt blogg um það sem mér lá á hjarta en blogger borðaði bloggið mitt...
(Rólegur, anda djúpt, það kostar slatta að gera við skjáinn ef þú brýtur hann, ahhh Guðmundars skjár... ahhhh)

Vi ses, ég er að skynja ykkur, ég hraðles hugsanir, nei ég er ekki nakinn, nei þetta var ekki kaldhæðni, vona að þetta svaraði flestum sem lásu þetta stutta en viðburðaríka blogg af brennandi áhuga.
13.10.06
300
Earth! render back from out thy breast
A remnant of our Spartan dead!
Of the three hundred grant but three,
To make a new Thermopylae!

http://www.topp5.is/upload/trailers/300-tlr1_h480p.mov

Ég er með gæsahúð eftir að hafa horft á þennan trailer. Þessi undur og stórmerki sem voru að berast ykkar augum (ef þið smelltið á linkinn (og horfðuð á trailerinn)) eru fyrirfram klippt myndbrot úr óútkominni bíómynd sem heitir 300 og byggist á þessum bardaga:

http://en.wikipedia.org/wiki/Battle_of_Thermopylae

Það er synd að fara ekki á þessa mynd.

Var að pæla í eftir að hafa séð MR-ví myndina um daginn að það hefði verið fyndið ef Jón hefði gleymt að flitza tölvuna og keyrt af stað og hitt framtíðar crew-ið, spurt hvar hann væri og fengið svarið ,,þú ert á skrifstofu Framtíðarinnar" eins og tímaflakk væri eitthvað thing og þá hefði hann flitzað tölvuna og farið til fortíðar.
Matrix
Jebb, ég átti að gera þetta blogg fyrir Sigtrygg, eða fyrir sjálfan mig og ég bað Sigtrygg um að minna mig á að gera það, málið er að ég hafi verið eins og tvíburinn í the matrix 2 í fyrirpartíinu hjá Arnari sem var stuð. Takk fyrir gott fyrirpartí Arnar!

Takk Loftur fyrir að bjarga mér frá því að stökkva fram af svölunum á Broadway.

Alexandra, geðveikt flottur söngur hjá þér! Þú ert að fara að meikaðað! Lagið var _mjög_ flott!

Aðrir sem ég hitti, takk fyrir að gera þessa árshátíð góða, ég er að skynja ykkur! Vona að þið skynjið mig til baka...

GAWSH! Elli, why you do such evil things? Sorrí að ég frussaði á þig Hlynur, ég var bara svo költaður!

Nei Gummi, allt sem Árni er að fara að segja þér um mig er trúlega ýkjusögur og lygi.

Ég er að skynj'ykkur :D (Tókuði eftir þessari ljóðrænu úrfellingu?) Gawsh...!

Ef einhver finnur myndir af mér á flass.net og svoleiðis síðum megiði endilega láta mig vita ^^
9.10.06
Seinasta útvarpið
Blogger át langt blogg sem ég skrifaði um helgina, fór á MR-VÍ á föstudaginn - Flitzað fjör, Bekkjarpartí hjá Höllu á laugardaginn - Feykilega flitzað, Esjunganga um sunnudagsmorguninn þar sem ég var fyrstur upp og niður - Füber flitzað, lærdómur fyrir efnafræðipróf á sunnudagin - Feitt andflitz.

Veit einhver hvað vessaháræðar gera?

Við erum byrjuð að diffra í stærðfræði og þar sem diffur er örsmæð datt mér setningin Siffur eru anddiffur í hug - flitzað.

Annars, seinasta útvarpið, var að búa til account eftir að skoða þessa gersemi, getið skoðað hvað ég er að hlusta á á

last.fm/user/Haffi112

The Killers eru að drepa metnað minn til að læra fyrir líffræðipróf...
5.10.06
La fraternité de haine
Vous aimez haïr
Et vous détestez l'amité
Malgré le libérté je vois le ciel
Et pensons: "J'entends la cacophonie du monde".

(Hafsteinn Einarsson 2006)
3.10.06
Stolltur hraðlesari
Mér er illt í höndunum og augunum af því einu að lesa, beat that!
1.10.06
Bit torrent song

Vildi að ég væri svona góður á hljómborð, hef samt engann áhuga á að vera með þessa rödd, jafnvel þó lagið sé fyndið. Getið skoðað fleiri lög eftir þennan sensei á youtube, frekar fær náungi óraddlega séð.

Hotel California
Up ahead in the distance, I saw a shimmering light

'This could be Heaven or this could be Hell'

Plenty of room at the Hotel California

And still those voices are calling from far away,
Wake you up in the middle of the night

What a nice surprise, bring your alibis

Mirrors on the ceiling

And she said 'We are all just prisoners here, of our own device

But they just can't kill the beast

Last thing I remember, I was
Running for the door
I had to find the passage back
To the place I was before
'Relax,' said the night man,
We are programmed to receive.
You can checkout any time you like,
but you can never leave!

Ég vissi ekki að þetta lag væri um staðinn sem maður fer á áður en maður fer til helvítis. Nú er búið að eyðileggja þetta lag fyrir mér eins og stairway to heaven!