Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.3.07
GB - við unnum!
Hvort táknar titillinn Grímuball eða Gettu Betur (eða kannski e-ð annað)?


Fyrir Grímuballið (Rambó)

Eftir Grímuballið (Hress)

Núna (Þreyttur)
Á morgun (Frakkland, myndir koma síðar þar sem ég get ekki tekið myndir úr framtíðinni...)

28.3.07
Næstum því sönn saga
Hún vaknaði.

„Hvað er þetta? Allt í kringum mig er klístrað og slímkennt, hlýtur að hafa verið brjálað partí í gær, klárlega, man ekkert hvað gerðist."

Hún reynir að nudda stírurnar úr augunum en kemst svo að því á skelfilegan hátt að hún hefur ekki hendur aðeins líkama sem hún hefur ekki stjórn á, í örvæntingu kallar hún á hjálp.

„Hjálp, Ég er blind!" og hugsaði svo með sjálfri sér: „Drakk ég virkilega tréspíra í gær?"

Hún fann eitthvað loðið snerta sig.

„Herra, geturu hjálpað mér? Ég er blind og máttvana"

Hann hélt áfram að snerta hana þangað til hann umlukti hana, hún fylltist hræðslu en gat sér enga björg veitt.

Fyrsta sem kom upp í huga hennar var: „NAUÐGUN! Hjálp! Það er verið að nauðga mér!"

Eftir það hvarf hún inn í tómið...

Þessi saga var um stuttan líftíma Paris Hilton eftir að hún endirfæddist sem amaba, Paris vissi hins vegar ekki hvaða frumuát er...
25.3.07
Rottueitur
„Hvað er í þessu?

Eitur.

Ok, leyf mér að smakka."



„Hvað er í þessu?

Rottueitur.

Oojjjjjj!"


Þetta er ofmetið orð, sérstaklega þegar viðkomandi veit ekki einu sinni hvaða efni eru í rottueitri.
20.3.07
Truflandi
[Síminn hringir]

Ég: Gott kvöld
Hún: Já gott kvöld, ég heiti ***** og ætlaði að segja þér að þú lentir í úrtaki hjá okkur.
Ég: (Var ég að vinna eitthvað? Best að hlusta áfram)
Hún: Þér býðst sérstakt tilboð af Master Card korti, alveg eins og debet kort, fyrsta árið frítt (Eins og díler, fyrsta skiptið alltaf frítt), bla bla bla og síðan er 5000 króna ferðaávísun sem fylgir.
Ég: (Horfi á símann, call duration: 5 minutes and 38 seconds) Nei takk
Hún: (Geðveikt svekkt yfir að ég hafnaði þessi æðislega tilboði) Þá fer það bara ekki lengra.

Svona truflanir eru að fara í mínar fínustu, það nýjasta sem er mest truflandi er að einhver, ég veit ekki hver, hringir heim til mín svona 15 sinnum á dag og skellir síðan á um leið og það er svarað! Verst að við erum ekki með símanúmerabirti. Þetta er búið að ganga svona í yfir viku, er orðinn nett pirraður.

Samt lítið jafn truflandi og þessi mannhundur:


Mannhundar eru ekki kúl.
17.3.07
Þessi skrýtna bíótilfinning
"Excessive consumption may cause laxative effects", hlaut að vera að fyrirtækin á þessari svo kölluðu tæknisýningu væru með óhreint mjöl í pokahorninu.

En að titlinum, mér líður alltaf jafn skringilega eftir bíóferð, veit ekki af hverju, alltaf jafn skrýtin tilfinning. Í hvert einasta skipti sem ég hef farið í bíó síðan ég bjó til þessa síðu hef ég fundið fyrir löngun til að hripa eitthvað niður um þetta en mér fannst það frekar tilganslaust. Kannski því ég geri alltaf of miklar væntingar til myndanna og verð fyrir vonbrigðum, varð meira að segja fyrir vonbrigðum eftir að hafa séð 300 með Kidda, Herði og svo Ella sem kom óvænt.
**********
Um daginn notaði ég óvart gúgla í staðin fyrir sögnina að leita. Ekki að það sé eitthvað athugavert, málið er bara að ég er orðinn sjúklega þreyttur á fólki sem spyr mig einfaldra spurninga sem google svarar. Það liggur við að mig langi að svara „UPPI Í RASSGATINU Á ÞÉR" þegar fólk spyr mig um auðgúglanlegar upplýsingar.
***********
Að lokum - pæling líðandi stundar. Þegar vélmenni munu vinna öll störf fyrir okkur í framtíðinni, hvernig fáum við þá laun (þ.e.a.s. ef við þurfum þau)? Ef vélmennin geta bókstaflega gert allt fyrir okkur, hver er þá tilgangur okkar? Hvernig gæti þannig ríki ekki verið kommúnistaríki?

Ég bara spyr...
11.3.07
Punktar helgarinnar
  • "Keyrði" þrisvar sinnum yfir á rauðu ljósi (óvart - athugið að gæsalappirnar eru túlkunaratriði).
  • Fór í fræðilega efnafræðikeppni í gær sem byrjaði kl. 10:00 um morguninn (Keyrði yfir á rauðu ljósi á leiðinni þangað). Keppnin gekk síðan alveg ágætlega.
  • Fór að rúnta með Kidda í brjáluðu veðri og "keyrði" yfir á rauðu ljósi öllum til mikillar ógleði.
  • Fór í Verklega efnafræðikeppni í morgun sem var mjög hressandi ("Keyrði" yfir á rauðu á leiðinni þangað, alveg ómeðvitað. Ég og Bjössi rekjum það samt til lagsins "Hendur í loft upp fyrir Detroit").
    • Títraði lausn sem var fyrst dökk brún
    • svo kaffibrún
    • svo svört
    • svo fjólublá
    • svo ljósfjólublá
    • og svo eins og mjólk
    • Síðan mátti ég drekka lausnina því þetta var mjólk í dulargervi (djók).
    • Eftir þá tilraun gerði ég aðra sem ég get ekki lýst út af blogger.
  • Eftir keppnina fórum ég og Bjössi á tæknisýninguna í Smáralind (sem var ekkert tæknileg), það kostaði 1200 krónur inn svo reglurnar sem við settum okkur var að koma út með nammi að andvirði yfir 1200 króna.
  • Það tókst (margfalt).
  • Kiddi beilar á bíóferð á number 23 vegna ritgerðar.
  • Fyndið að heimasíðan mín er að fá yfir 50 hits á dag frá Google vegna fólk sem gúglar "Britney tattoo". Klám selur, samt ómeðvituð markaðssetning hjá mér.
  • Helgin endar á mér lesandi "Never let me go" sem er virkilega bók sem kemur á óvart, sé ekki eftir að hafa valið hana, örugglega betri en líf pís...
7.3.07
Pómó
Tvisvar sinnum var konan á biðstöðinni að telja bréfaklemmurnar sínar. Aldrei komst hún að því hvað þær voru margar vegna þess að hún kunni ekki talningarfræði. Hún átti alltaf í vandræðum með tölur sem innihéldu þrjú atkvæði, þess vegna ákvað hún að leggjast á gólfið og í bæði þessi tvö skipti hafði hún lagst í ferska ælu. Þá ákvað hún að velta sér upp úr ælunni sem var ekki gáfulegt og í bæði skiptin var henni ekki hleypt inn í rútuna. Þegar þetta kom fyrir hana í annað skipti brjálaðist hún. Hún öskraði af öllum sínum lífs og sálarkröftum og kastaði öllum bréfaklemmunum sínum í rútuna. Allar bréfaklemmurnar voru hins vegar tengdar saman eins og keðja og flæktist annar endinn í konunni. Þegar rútan lagði af stað dróst konan því á eftir rútunni alla leiðina til næstu gatnamóta þar sem keðjan slitnaði og konan varð fyrir bíl og lamaðist.

Endir
3.3.07
Bíddu - ha?
Ef fæðingarorlofið verður lengt úr 9 mánuðum í 12 getur fólk þá ekki verið í samfelldu fæðingarorlofi í tugi ára?

Hljómar kannski hæpið en ég meina, það er til aðþrengt fólk sem væri tilbúið að leggja þetta á sig til að þurfa ekki að vinna.

*Update*

Farið á ruv.is og kíkið á þáttinn hans Jón Ólafs sem var sýndur í dag, eitthvað eftir miðju þáttarins er maður að spila á stratovarius fiðlu. Eftir flutninginn gerist dálítið merkilegt!

Reyndar leiðrétti þulan eftir þáttinn hvað hafði gerst en jafnvel þó það hafi ekki verið satt þá var þetta allsvakalegt.
Spurning til lesenda
Hvort segir maður:

-Náttúrulega eða náttúrlega?

Rökstyðjið.