Suscito
Imagination is more important than knowledge
27.2.07
Næst ætla ég að fá mér hund...

Þessi slóð lá upp í rúmið mitt...
23.2.07
Ljóðið um stelpuna sem gat bara elt, en ekki lengur
Eitt sinn var stelpa eins og stóll, bara stóð
standandi hún breyttist, í kinnum varð rjóð.
Svo hissa og krúkk er í kinnum rann blóð.
Kókti á þann er svo tendraði glóð

Hún talin var glær þessi stelpa svo góð
gat ekki sagt hvernig á henni stóð.
Reyndar fannst þessi hnáta mjög fróð
en fjörið nú ýtti undir syndanna flóð.

Hún byrjaði að elta og aldrei fékk nóg
Útlitið svart barst í almannaróg.
Hún elti með klókindum, aldrei hún hló
eirðarlaus mold í iðjunum gró.

Gró þetta óx er hún elti og hljóp
hugarangur sem var eins og alsælu dóp.
Þrá fyrir það er hann frá henni tók
Í augum hans hún aðeins ólesin bók

Eins og veggur án bergmáls von næstum dó
og vonleysi að losna við illgresis gró.
Hún hljóp og elti en í höfði ei tóm
þar henni óx planta sem verður brátt blóm.

Efnisorð:

22.2.07
Skóladagbók
Í dag helltist 1 mólar KOH basi á mig.

Það var ekki gott.
20.2.07
Auglýsi eftir strokki
Það er arfaslakt hvað ostur er dýr, eitt kíló kostar næstum 1000 krónur á meðan einn lítri af mjólk sem vegur ca. 1 kíló kostar undir 100 krónur. Tífaldur verðmunur á næstum sömu vörunni, er ekki hægt að bjóða upp á einhvern milliveg, það er ekki eins og þessi ostur sé konungsborinn eins og sumir ostar...

Kannski ætti ég bara að kaupa mjólk/rjóma og búa ostinn minn til sjálfur úr smjöri?

Hvernig býr maður annars til ost, er þetta virkilega svona dýrt ferli?
18.2.07
Too hip to be square
Á leið minni niður á hamborgarbúllu Tómasar minntist ég einnar af fyrstu "tilraunum" sem ég gerði á dýri. Þannig var mál með vexti við höfðum fyrr um daginn (með skólanum) farið á fiskrannsóknarskipinu Dröfn að veiða fisk til rannsókna. Eftir að hafa lært að kryfja fiskinn (-sprengja augun í fiskunum við mikla kátínu) og verka hann í skipinu fengum við, stoltir nemendur 5. bekkjar, að taka heim með okkur einn dauðan fisk hver.

Það fyrsta sem við gerðum svo var ekki að láta mömmu fá fiskinn til að sjóða (nei ojj, allt of oft fiskur í matinn heima) í staðinn settum við fiskinn út á götu og mældum hvað innyflin spýttust langt út þegar flutningabíll keyrði yfir líkið. Kannski lýsandi fyrir hug minn gagnvart fiski á þeim tíma, veit það ekki en ég veit að ég hugsa ekki þannig um fisk í dag og tek lýsi á hverjum degi!

Hamborgararnir hans Tómasar voru nú samt alveg eðal...

16.2.07
Ég fíla samt ekki núðlur það mikið...
Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net
15.2.07
Nýklipptur blogga ég
Lenti inná þessari allsvakalega grófu klámsíðu...

Meiri upplýsingar fást hér.

18+
11.2.07
Sé ég stjörnur?

Nú nýlega var söngkonan Britney Spears að fá sér stjörnutattú á innanverðan vinstri úlnliðinn. Frumstæðar rannsóknir af minni hálfu (heimild) leiddu svo í ljós að Spears hefur þá færst í hóp þeirra stjarna sem bera þessa stjörnu. Dæmi um stjörnur sem bera stjörnuna eru Avril Lavigne, Lindsay Lohan, Eva Longoria, Gisele Bundchen, Jaye Davidson, Sophie Howard, Ashlee Simpson, Tila Tequila og Tasha Tilberg. Allar á innanverðan vinstri úlnliðinn, af hverju?

Björk er meira að segja með stjörnu bak við eyrað!

Hvað táknar þetta? O_o
9.2.07
Kynslóðatilgátan
Ég hef verið að velta fyrir mér einni spurningu undanfarið, hvað ef allar kynslóðir eru þær sömu?

Ef við gefum okkur að við endurfæðumst eftir dauðann, hvað myndi þá úrskurða stöðu okkar í samfélaginu? Ef hugtakið sál er til, hafa sálir þá einhver einkenni?

Hvað ef hver kynslóð er speglun á næstu sem kom á undan (Svona eins og 3d stereogram myndir :) )? Við endurfæðinguna myndum við fæðast inn í sama hlutverkið (Grínistinn, nördið, íþróttafurðufuglinn eða blanda af þessu og fleira). Stéttaskipting myndi vera sú sama, persónuleikar þeir sömu (Til að byrja með - slys gætti breytt öllu) en munurinn væri sá að fæðingarstaður og möguleikar í lífinu væru aðrir.

Og ef þessi tilgáta myndi standast, gæti ég þá með slembireikningum fundið næstu mannveru sem myndi fæðast sem ég? (Við gefum okkar að sama sálin geti lifað í tveim líkömum í einu því annars gæti mannkynið ekki "fjölgað" sér, svona næstum því eins og Ghandi!)

Ég get kannski ekki svarað þessum spurningum en pælingin er skemmtileg (finnst mér) og væri efni í sci-fi handrit ef rétt var haldið á spilunum. Þ.e.a.s. saga um einhvern sem leitar að "sjálfum sér".

Annars er ég orðinn pirraður á fólki sem man símanúmer á forminu x-xx-xx-xx, geta ekki allir bara notað tölustafina beint x-x-x-x-x-x-x, miklu betra!

Spurning er samt hvort það sé erfiðara að muna eina tölu á forminu xxxxxxx eða sjö tölur (á bilinu 0-9) á forminu x-x-x-x-x-x-x... Hvað finnst þér?
3.2.07
Hve vel þekkiru mig?
Sá sem skorar flest stig fær verðlaun, nema Guðmundur.

Smellið hér!

Þetta er líka til að sjá hve margir lesa síðuna, ef það eru fáir sem lesa hana ætla ég bara að hætta og skrifa mína eigin dagbók sem ég einn get lesið eða opna aðra síðu á öðrum forsendum.

Ég gef þessari færslu 4 daga.