Suscito
Imagination is more important than knowledge
2.1.07
Hugsun í fjórvídd
Hlutir sem eru og hlutir sem verða
Hlutir sem veruleik framtíðar skerða
Minni líkur á sumum og aðrir á óvart
Einungis minning hve skaparinn hjó fast
Hugsun um þátíð vor þarf ei að harma
Því þetta byggist á fyrra lífs karma

Þar sem við lifum í þrívíðum heimi getur verið erfitt að ímynda sér fjórðu víddina sem er oftast skilgreind sem tíminn. Flestir ættu að kannast við stereogram myndir sem byggjast á því að gera umhverfi sem er í tvídd að þrívíddar umhverfi (ef þið sjáið ekki myndirnar í þrívídd - aumingja þið). Hvað ef maður hefði tvo mismunandi hluti sem væru í þrívídd og myndi snerta báða og fá því þrívíddar tilfinningu af báðum, kannski tilvalið fyrir blint fólk með aukið snertiskyn. Væri þá hægt að skynja þessa tvo hluti sem einn hlut í fjórðu víddinni? Bara pæling...