Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.12.06
Nýárskveðjur
Takk fyrir liðna árið, kíkið á þetta hérna. Skoðið síðan þessi brain modification tricks:

Burst of flavor
While reading, eat something. Notice that the flavor vanishes as soon as you get involved with the story you're reading? Now concentrate on your mouth, and the flavor explodes into reality. By concentrating on the text or on your mouth, you can make the flavor flash on and off. WEIRD!

Tube of Boob
Tune your TV to a blank station and adjust it for good "snow". Stare into the snow. Imagine the number "3", and it will appear as a 3-shaped flickering. But then it will start to slowly rotate. Mentally erase the 3, then imagine a horizontal line. It appears, but it won't stay still, it wants to drift and rotate. Make it shrink and vanish. Keep staring, and soon the snow will smoothly ripple, as if you were looking through the distorting water of complicated waves in a swimming pool. Think of more stuff to create mentally. View the "snow" with one eye covered with dark sunglasses. Who says that watching TV for hours isn't worthwhile?!

Skrýtið að bæði þessi atriði komu fyrir mig þegar ég var lítill...
27.12.06
Það sem jólafríið hefur gert mér
  • Látið mig pósta mynd af mér á síðu þar sem fólk giskar hvað ég er gamall, að meðaltali heldur fólk að ég sé 20 ára.
  • Látið mig lesa næstum alla síðustu setningu Fermats, klára hana á morgun.
  • Ekki látið mig vinna neitt af viti.
  • Gefið mér áfengi sem ég þurfti síðan að innbyrða við fögnuð viðstaddra.
  • Látið mig fara á Hlölla klukkan fjögur um nótt.
  • Látið mig næstum því snúa sólarhringnum við tvisvar.
  • Látið mig segja ömmu minni yfir fimmtíu sinnum að ég heiti Hafsteinn í varíous matarboðum.
  • Látið mig fá superman nærbuxur í jólagjöf.
  • Látið Guðmund vinna bíókort sem verður útrunnið 31. desember, því miður notaði ég það áðan til að fara á Pick of Destiny með Kidda og Árna, sorrí Guðmundur. PoD er ekki góð en valið stóð á milli hennar og Eragons sem fékk 14% á RT.com...
  • Látið mig byrja að semja tvö lög með Kidda sem endaði á okkur að fíflast með hljóðnema.
  • Og síðan auðvitað látið mig gera vitsmunalega hluti sem bæta upp hlutfallið milli góðs og ills svo ég fái ekki samviskubit.

If A equals success, then the formula is: A = X + Y + Z, X is work. Y is play. Z is keep your mouth shut.
-- Albert Einstein
Enskukennsla fyrir japanska túrista
Ugh, það virkar ekki lengur að pósta direct youtube myndböndum á blogger beta svo þið verðið að smella hér.

Ég vildi að það væri svona enskukennsla í MR. Hægt væri að sameina leikfimistíma og enskukennslu - það væri eðal.
Óska eftir snjó í Bláfjöll, sem fyrst!
Ég skildi í myrkrinu skerandi öskur... nei, fallegt ljóð um jólin má ekki byrja svona, byrja aftur:

Ilmur af greni og góðgæti í ofneyslu
Glæst eru jólin á þessari eyju
Keppni er manna á milli í stórveislu
Markvisst við ökum í vitlausa beygju
23.12.06
Músin sem festist í ofninum
Hún tínir í sarpinn sætabrauð
Soltin hímandi mús
Manninum hita og hlýju bauð
Hinsta híbýlið þetta hús

Hún eimir út um vindaugað
Í uppsölum sést glóð
Systirin sem synd laug að
Sést nú glóa rjóð

Yfirýtar opna flöskuna
Úr henni drýpur blóð
Sumir skrifa í öskuna
Öll sín bestu ljóð

Hann sá ætíð hið ósanna
Ást hans varð að þrá
Fáir njóta eldanna
Sem fyrstir kveikja þá
22.12.06
Brauð er hættulegt
  1. Yfir 98% dæmdra glæpamanna borða brauð.
  2. Nákvæmlega 50% þeirra barna sem alast upp við brauðfæði fá undir meðaltali á prófum.
  3. Á 18. öld þegar brauð var bakað á heimilunum var meðalaldur fólks aðeins 50 ár, ungbarnadauði var óásættanlega hár, konur dóu þegar þær áttu börn og sjúkdómar á við salmonellu, gulu og inflúensu tröllriðu heiminum.
  4. Meira en 90% allra glæpa sem framdir eru eru framdir innan 24 klst. frá inntöku brauðs.
  5. Brauð er búið til úr efni sem kallast deig, sannað hefur verið að 300 grömm af þessu efni sé nóg til að kæfa mús. Meðal Íslendingur borðar meira en þetta á einni viku!
  6. Frumstæðir ættbálkar sem neyta ekki brauðs hafa minni líkur á sjúkdómum á við alzheimer, parkinson's og beinkölkun.
  7. Brauð getur oft leitt til neyslu harðari efna á við smjör, hnetusmjör, sultu og jafnvel osts!
  8. Sannað hefur verið að brauð er ávanabindandi. Tilraunadýr sem gefið var brauð og síðan ekkert nema vatn í tvo daga grátbáðu um brauð.
  9. Sannað hefur verið að brauð sogi í sig vatn og þar sem líkami okkar er um 65% vatn getur brauðið sogað allt vatnið í sig og gert okkur að mjúkum brauð svömpum.
  10. Nýfædd börn geta kafnað þegar þau borða brauð!!!
  11. Brauð er bakað við yfir 100°C, svo mikill hiti getur drepið fullorðinn mann á innan við mínútu!
21.12.06
Nýtt lúkk
Setti inn þetta über lúkk á síðuna. Segið endilega hvað mætti betur fara ef það er eitthvað.

Annars, Jólin að koma - næsss (Berist fram eins og í SP). Blikkandi jólaseríur halda fyrir mér vöku, þær eru ekki kúl.
19.12.06
Heitt stöff
Jólaballið
Fínt fyrirpartí heima hjá Jóni Erni þar sem við hittum Egil eðlisfræðikennara - frekar skondið. Síðan lág leiðin niður á Nasa þar sem við tók megapartíjólastemmning. Held samt án gríns að ég hafi ekki heyrt eitt einasta jólalag á ballinu sem var svolítið fönkí. Loks í kringum 10:30 byrjaði fullt af fólki að öskra á mig: "SNORRI Í ÆDOL ER AÐ SPILA" eins og það væri e-ð mikið mál. Eftir nokkrar mínútur steig Jet Black Joe á svið og Snorri úr ædol á hljómborði úti í horni, virtist ekki gera mikið kappinn. Eftir að ballinu lauk týndi ég Bjössa, Aroni og Gumma sem ég átti að fá far með heim. Þegar Bjössi hringdi í mig fyrr um daginn hafði hann hringt úr síma mömmu sinnar, ég hins vegar vissi það ekki svo ég kíkti bara í log í símanum og fann númerið sem Bjössi hringdi í mig úr og ég held án gríns að ég hafi hringt hátt í tuttugu sinnum, ég ætlaði ekki að taka leigubíl einn heim. Síðan kl. ca. 01:30 svaraði mamma hans Bjössa loksins og sagði mér e-ð símanúmer sem ég náði ekki vegna hávaða. Þá leið mér mjög kjánalega eins og ég hafi verið að hringja í vitlaust númer eða e-ð. Síðan að lokum fékk ég símanúmer Arons með klækjum og við hittumst á Hlöllabátum og diskúteruðum pólítísk málefni og fórum síðan heim.
16.12.06
Stokkhólmsheilkennið
Sumarið 1973 voru fjórir gíslar teknir föngum í vopnuðu bankaráni í Svíþjóð. 6 dögum síðar þegar þeim var gefið leyfi til að fara neituðu gíslarnir. Gíslarnir neituðu einnig að vitna gegn glæpamönnunum og söfnuðu pening fyrir rétti þeirra. Seinna fréttist að ein kvennanna sem voru í haldi mannræningjanna ákvað að trúlofast einum þeirra.

Almenningur var gáttaður á þessu atferli og þegar fleiri svona mál komu upp var þetta fyrirbæri kallað Stokkhólmsheilkennið. Það getur gert vart við sig þegar gísl er haldið föngum í yfir fjóra daga og er hótað með lífláti. Einnig þarf mannræninginn að sýna ákveðna góðvild við fórnarlambið, það eitt fær fórnarlambið til að gera allt til að halda mannræningjanum í góðu skapi og breytist loks í þráhyggju. Heilkennið er talið geta útskýrt hegðan giftra kvenna sem eru lamdar af eiginmönnum sínum, meðlima í öfgatrúarsamtökum, gæludýra og jafnvel fólks sem notar Windows!
14.12.06
Fjölmúlavíl
Prófin búin og grákaldur raunveruleikinn tekur við. Nú væri við hæfi að taka upp snjóbrettadótið og taka eitt gott roadtrip upp í Bláfjöll, verst að það er bara ekki kominn nægur snjór. En þar sem ég hef ekkert að blogga um sem er endemi þá ætla ég að búa til lista í staðinn yfir e-ð sem virðist óskiljanlegt (svo þetta er ekki endemi eftir allt saman).

  • Ég er með féneglur.
  • Prófin gengu guddíulaust.
  • Ég er ekki kembingseygður, myndi frekar segja að ég væri blá/grá eygður er samt ekki viss.
  • Elli þekkir þetta orð örugglega - rambelta (Ég þekkti þetta ekki, en ég þekkti sögnina)
  • Skarhjálmur, ef þið vitið hvað þetta er án þess að gúgla eða kíkja í orðabók eruði góð.
  • Skjáhrafn, nýyrði fyrir stalker?
  • Ætla ekki að taka út neina kárínu fyrir þessi jól.
Þurfti bara að drita einhverju hérna niður (ekki Cleveland steamer...) hafið það gott.
8.12.06
Gott kvef og tilvera ólukku
Væri það ekki sniðugt ef það væru til góð kvef, góðar pestir og jafnvel góð flensa? Ég sé það fyrir mér, fyrirsögnin á DV: „Hafsteinn Einarsson setur nýtt met, hljóp tjarnarhringinn á 5 mínútum og 38 sekúndum". Síðan væri svona klassískt DV viðtal í blaðinu við mig; „Hvernig stendur á þessu? Hvers vegna stóðstu þig svona vel í þetta skipti?" og þá svara ég við hæl: „Tjah, það var nú bara flensan í ár, hún á víst að auka magn hemóglóbíns í blóðinu og..."

Síðan gætu verið flensur sem láta mann fá betri einbeitingu og áhuga á lestri bóka fyrir próf og hæfileika til að stoppa tímann og ofurkrafta og...

En síðan ákvað ímyndunarafl mitt að láta mig fá aðra hugmynd í gær yfir lestri dróttkvæða og ljóða ortum undir fornyrðislagi og kviðuhætti. Er óheppni til, eða öllu heldur ólukka? Nú ætti blak fiðrildis að geta valdið fellibyl hinum megin á hnettinum (The butterfly effect). Segjum að ákveðinn aðili haldi nú að svartur köttur boði ólukku. Næst þegar hann sér svartan kött byrjar líkaminn að framleiða ensím því hann verður hræddur um yfirvofandi ólukku. Það veldur því að hann verður lengur á leiðinni í vinnuna/skólann (ef við g.r.f. að hann sé á leiðinni þangað, og á bíl í þessu tilfelli), aðeins þessi tímalenging gæti valdið því að hann fari seinna heim úr vinnunni (Því hann þarf að klára e-ð út af þessum töfum) og lendir í bílslysi á leiðinni heim. Boðskapur sögunnar, best að vita ekki hvað veldur ólukku. Reyndar hefði þetta líka getað bjargað honum frá bílslysi, en fuck that.

Kannski langdregið, kannski ekki, ykkar að dæma.
7.12.06
Fólk að skoða húsið núna...
Mig vantar svona bol sem stendur á „I'm blogging this" því þetta fólk á aldrei eftir að trúa því að ein heimsókn í mín húsakynni eigi eftir að birtast á netinu (Síðan finnst mér bolurinn "I know HTML (Ask me why)" kúl, ætla að reyna að fá það í e-n harðan jólapakka). Pabbi ákvað að setja upp mjög aðlaðandi jólaskreytingu á svalirnar, sjón er sögu ríkari (Athugið að hérna nota ég klassískt háð). Dagurinn í dag var annars bara ÍÞAKA LEARN LIKE IT'S THE END OF THE WORLD!!!11 (þetta er dæmi um nútímalegar ýkjur) Sem var alveg stuð í sjálfur sér, ég og Vésteinn að skiptast á vísum og draga upp póst móderníska mynd af nútímanum. Loks þegar athyglin var á þrotum, sem er mjög sjaldgæft á Íþöku, þá ákváðum við að fá okkur kaffi niðri á (úrfelling hérna) Lækjartorgi, þá lærði ég eitt, café swiss er mesti skítur sem ég hef látið upp í mig en ég var hins vegar mað afbragðs athygli eftir það (Í alvöru, þetta er næstum því eins og að borga fyrir að láta kúka upp í sig, en á móti kemur hins vegar að ég er ekki mikill kaffi maður). Hérna er uppskriftin ef þið hafið áhuga:

Ingredients:
1/4 cup Powdered Creamer
1/3 cup Sugar
1/4 cup Instant Coffee
2 tablespoons Powdered Baking Cocoa

Directions:

Process in a blender until well blended. Store in an air tight container. Use by tablespoonfuls according to taste. Spoon in cup and add hot water.

Gott að þamba þetta fyrir prófið á morgun ef einhver ætlar að lesa um Njál og félaga í nótt.

6.12.06
Íþaka
Íþaka er núna uppáhalds staðurinn minn (Hljómar eins og slöpp byrjun á frönsku stíl), þangað er ég búinn að fara á hverjum morgni fyrir hvert próf að læra. Miklu betra en heima, þarna er engin tölva sem stelur einbeitingunni frá manni, engir vinir að biðja mann um að koma að gera e-ð, ekkert msn, engir foreldrar með hávaða, engir krakkar að æfa sig á píanó í næsta húsi, enginn hundur sem vælir í manni að fara út, engin læti, bara friður og ró. Íþaka er þar að auki óhóflega kósí og manni langar ekkert að hætta að lesa og umkringdur öðru lærandi fólki fyllist maður ekki öðru en metnaði til að læra sjálfur líka. Síðan er líka þægilegt að læra á Íþöku eftir prófin, þá þarf maður ekkert að vera að stressa sig á því að missa af strætó, fer bara í rólegheitum og fæ mér einn sveittann á nýja Nonnabita og stefni síðan aftur niður í skóla á Íþöku. Íþaka er svona góður staður þar sem ég gæti látið grafa risastóran kjallara og haft höfuðstöðvar underground samtakanna minna þar sem við skipuleggjum heimsyfirráð...
5.12.06
Splíííín

Gangi ykkur vel í prófunum!
2.12.06
David Blaine


Kannski smá öfgakennt en lúkkið frá gaurnum í myndavélina er eðal...!