Suscito
Imagination is more important than knowledge
6.12.06
Íþaka
Íþaka er núna uppáhalds staðurinn minn (Hljómar eins og slöpp byrjun á frönsku stíl), þangað er ég búinn að fara á hverjum morgni fyrir hvert próf að læra. Miklu betra en heima, þarna er engin tölva sem stelur einbeitingunni frá manni, engir vinir að biðja mann um að koma að gera e-ð, ekkert msn, engir foreldrar með hávaða, engir krakkar að æfa sig á píanó í næsta húsi, enginn hundur sem vælir í manni að fara út, engin læti, bara friður og ró. Íþaka er þar að auki óhóflega kósí og manni langar ekkert að hætta að lesa og umkringdur öðru lærandi fólki fyllist maður ekki öðru en metnaði til að læra sjálfur líka. Síðan er líka þægilegt að læra á Íþöku eftir prófin, þá þarf maður ekkert að vera að stressa sig á því að missa af strætó, fer bara í rólegheitum og fæ mér einn sveittann á nýja Nonnabita og stefni síðan aftur niður í skóla á Íþöku. Íþaka er svona góður staður þar sem ég gæti látið grafa risastóran kjallara og haft höfuðstöðvar underground samtakanna minna þar sem við skipuleggjum heimsyfirráð...
4 Comments:
Blogger gummez said...
èg sakna thìn ìthaka mìn!

Blogger Bjarni Þ. said...
Já, Íþaka fær mann til að læra. Má ég gerast meðlimur þessara leynilegu samtaka?
Er að fíla þessar öfugu frönsku kommur, Gummi!

Anonymous Nafnlaus said...
Já Bjarni, let's start digging!

Blogger gummez said...
Sjitt, èg er ad fìla thaer ì taetlur lìka!!!