Mig vantar svona bol sem stendur á „I'm blogging this" því þetta fólk á aldrei eftir að trúa því að ein heimsókn í mín húsakynni eigi eftir að birtast á netinu (Síðan finnst mér bolurinn "I know HTML (Ask me why)" kúl, ætla að reyna að fá það í e-n harðan jólapakka). Pabbi ákvað að setja upp mjög aðlaðandi jólaskreytingu á svalirnar, sjón er sögu ríkari (Athugið að hérna nota ég klassískt háð). Dagurinn í dag var annars bara ÍÞAKA LEARN LIKE IT'S THE END OF THE WORLD!!!11 (þetta er dæmi um nútímalegar ýkjur) Sem var alveg stuð í sjálfur sér, ég og Vésteinn að skiptast á vísum og draga upp póst móderníska mynd af nútímanum. Loks þegar athyglin var á þrotum, sem er mjög sjaldgæft á Íþöku, þá ákváðum við að fá okkur kaffi niðri á (úrfelling hérna) Lækjartorgi, þá lærði ég eitt, café swiss er mesti skítur sem ég hef látið upp í mig en ég var hins vegar mað afbragðs athygli eftir það (Í alvöru, þetta er næstum því eins og að borga fyrir að láta kúka upp í sig, en á móti kemur hins vegar að ég er ekki mikill kaffi maður). Hérna er uppskriftin ef þið hafið áhuga:
Ingredients:
1/4 cup Powdered Creamer
1/3 cup Sugar
1/4 cup Instant Coffee
2 tablespoons Powdered Baking Cocoa
Directions:
Process in a blender until well blended. Store in an air tight container. Use by tablespoonfuls according to taste. Spoon in cup and add hot water.
Gott að þamba þetta fyrir prófið á morgun ef einhver ætlar að lesa um Njál og félaga í nótt.
*Dramatíska músík hér*