Suscito
Imagination is more important than knowledge
8.12.06
Gott kvef og tilvera ólukku
Væri það ekki sniðugt ef það væru til góð kvef, góðar pestir og jafnvel góð flensa? Ég sé það fyrir mér, fyrirsögnin á DV: „Hafsteinn Einarsson setur nýtt met, hljóp tjarnarhringinn á 5 mínútum og 38 sekúndum". Síðan væri svona klassískt DV viðtal í blaðinu við mig; „Hvernig stendur á þessu? Hvers vegna stóðstu þig svona vel í þetta skipti?" og þá svara ég við hæl: „Tjah, það var nú bara flensan í ár, hún á víst að auka magn hemóglóbíns í blóðinu og..."

Síðan gætu verið flensur sem láta mann fá betri einbeitingu og áhuga á lestri bóka fyrir próf og hæfileika til að stoppa tímann og ofurkrafta og...

En síðan ákvað ímyndunarafl mitt að láta mig fá aðra hugmynd í gær yfir lestri dróttkvæða og ljóða ortum undir fornyrðislagi og kviðuhætti. Er óheppni til, eða öllu heldur ólukka? Nú ætti blak fiðrildis að geta valdið fellibyl hinum megin á hnettinum (The butterfly effect). Segjum að ákveðinn aðili haldi nú að svartur köttur boði ólukku. Næst þegar hann sér svartan kött byrjar líkaminn að framleiða ensím því hann verður hræddur um yfirvofandi ólukku. Það veldur því að hann verður lengur á leiðinni í vinnuna/skólann (ef við g.r.f. að hann sé á leiðinni þangað, og á bíl í þessu tilfelli), aðeins þessi tímalenging gæti valdið því að hann fari seinna heim úr vinnunni (Því hann þarf að klára e-ð út af þessum töfum) og lendir í bílslysi á leiðinni heim. Boðskapur sögunnar, best að vita ekki hvað veldur ólukku. Reyndar hefði þetta líka getað bjargað honum frá bílslysi, en fuck that.

Kannski langdregið, kannski ekki, ykkar að dæma.
7 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Ég var að einmitt að vonast eftir kvefi sem bætir einbeitingu en í staðinn fékk ég þetta leiðinlega :(

Blogger Bjarni Þ. said...
Hvernig væri að sprauta sig bara með rauðum blóðkornum eða bara einfaldlega meira blóði. Ætli það auki súrefnisupptöku og bæti þol?

Blogger Haffi said...
Já, það stendur í líffræðibókinni, blood doping.

Gegt kúl en ólöglegt.

Anonymous Nafnlaus said...
Ég elska þig! Þú ert að gera mig brjálaða!

Anonymous Nafnlaus said...
Ég skal selja þér lítra af blóði á 15 þús. Er ekki alveg tilbúinn að ganga jafn langt og þessi að ofan og gefa þér allt hjartað.

Blogger Haffi said...
Skrifaðu a.m.k. undir nafni hver sem þú ert...

Anonymous Nafnlaus said...
Haffi, ekki benda á mig!!!