Suscito
Imagination is more important than knowledge
19.12.06
Jólaballið
Fínt fyrirpartí heima hjá Jóni Erni þar sem við hittum Egil eðlisfræðikennara - frekar skondið. Síðan lág leiðin niður á Nasa þar sem við tók megapartíjólastemmning. Held samt án gríns að ég hafi ekki heyrt eitt einasta jólalag á ballinu sem var svolítið fönkí. Loks í kringum 10:30 byrjaði fullt af fólki að öskra á mig: "SNORRI Í ÆDOL ER AÐ SPILA" eins og það væri e-ð mikið mál. Eftir nokkrar mínútur steig Jet Black Joe á svið og Snorri úr ædol á hljómborði úti í horni, virtist ekki gera mikið kappinn. Eftir að ballinu lauk týndi ég Bjössa, Aroni og Gumma sem ég átti að fá far með heim. Þegar Bjössi hringdi í mig fyrr um daginn hafði hann hringt úr síma mömmu sinnar, ég hins vegar vissi það ekki svo ég kíkti bara í log í símanum og fann númerið sem Bjössi hringdi í mig úr og ég held án gríns að ég hafi hringt hátt í tuttugu sinnum, ég ætlaði ekki að taka leigubíl einn heim. Síðan kl. ca. 01:30 svaraði mamma hans Bjössa loksins og sagði mér e-ð símanúmer sem ég náði ekki vegna hávaða. Þá leið mér mjög kjánalega eins og ég hafi verið að hringja í vitlaust númer eða e-ð. Síðan að lokum fékk ég símanúmer Arons með klækjum og við hittumst á Hlöllabátum og diskúteruðum pólítísk málefni og fórum síðan heim.
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Hehe, ég er viss um að mömmu hans Bjössa hefur þótt alveg æðislega gaman að fá þessar hringingar.

Btw, hvað ætli það hafi verið margir sem komust ekki inn af því að þeir mættu of seint?

Blogger Haffi said...
Veit ekki hvað það voru margir en það var víst e-r skandall í gangi...

Anonymous Nafnlaus said...
Sjitt hvað það væri ömurlegt að komast ekki inn.