Suscito
Imagination is more important than knowledge
27.12.06
Það sem jólafríið hefur gert mér
 • Látið mig pósta mynd af mér á síðu þar sem fólk giskar hvað ég er gamall, að meðaltali heldur fólk að ég sé 20 ára.
 • Látið mig lesa næstum alla síðustu setningu Fermats, klára hana á morgun.
 • Ekki látið mig vinna neitt af viti.
 • Gefið mér áfengi sem ég þurfti síðan að innbyrða við fögnuð viðstaddra.
 • Látið mig fara á Hlölla klukkan fjögur um nótt.
 • Látið mig næstum því snúa sólarhringnum við tvisvar.
 • Látið mig segja ömmu minni yfir fimmtíu sinnum að ég heiti Hafsteinn í varíous matarboðum.
 • Látið mig fá superman nærbuxur í jólagjöf.
 • Látið Guðmund vinna bíókort sem verður útrunnið 31. desember, því miður notaði ég það áðan til að fara á Pick of Destiny með Kidda og Árna, sorrí Guðmundur. PoD er ekki góð en valið stóð á milli hennar og Eragons sem fékk 14% á RT.com...
 • Látið mig byrja að semja tvö lög með Kidda sem endaði á okkur að fíflast með hljóðnema.
 • Og síðan auðvitað látið mig gera vitsmunalega hluti sem bæta upp hlutfallið milli góðs og ills svo ég fái ekki samviskubit.

If A equals success, then the formula is: A = X + Y + Z, X is work. Y is play. Z is keep your mouth shut.
-- Albert Einstein
4 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Ég sleppi því þá að sjá Pick of Destiny.
Póstaðu linknum á hot or not myndina þína!
Annars hefur jólafríið mitt látið mig vinna og sofa.

Kveðja,
Bjarni "Ofur" Þorsteinsson

Blogger Einarus said...
PoD er æði.
Ekki kannski 'góð', per se, en fyndin (enda með Jack Black) og það var það eina sem ég krafðist af henni.
Þ.a. ég fór út sáttur.

"And now they're going to come again in your earpu**ies!".
Besta.
Kynning.
Ever.

Blogger Haffi said...
Kaldhæðnislegt samt að PoD var auglýst sem mesti kvikmyndaviðburður allra tíma í bíóauglýsingum Moggans, lét mig fá aðeins meiri vonir til þessarar myndar sem urðu síðan að engu. Myndin er samt fyndin á köflum, Ég fattaði meira að segja að Dave Grohl væri djöfullinn!

http://www.hotornot.com/r/?eid=AZRRERR&key=TKP Hérna er hotornot linkurinn, gief 10!!!1

Er búinn að ná klæmaxi í 9,3 veit ekki hvert þetta ferli stefnir núna...

Blogger Einarus said...
Þetta er Tenacious D - maður má ekki taka auglýsingarnar þeirra alvarlega :)
Þær eru partur af "greatest *something or another* in the world" brandaranum þeirra - sem mér finnst bara svolítið fyndinn.