Suscito
Imagination is more important than knowledge
16.12.06
Stokkhólmsheilkennið
Sumarið 1973 voru fjórir gíslar teknir föngum í vopnuðu bankaráni í Svíþjóð. 6 dögum síðar þegar þeim var gefið leyfi til að fara neituðu gíslarnir. Gíslarnir neituðu einnig að vitna gegn glæpamönnunum og söfnuðu pening fyrir rétti þeirra. Seinna fréttist að ein kvennanna sem voru í haldi mannræningjanna ákvað að trúlofast einum þeirra.

Almenningur var gáttaður á þessu atferli og þegar fleiri svona mál komu upp var þetta fyrirbæri kallað Stokkhólmsheilkennið. Það getur gert vart við sig þegar gísl er haldið föngum í yfir fjóra daga og er hótað með lífláti. Einnig þarf mannræninginn að sýna ákveðna góðvild við fórnarlambið, það eitt fær fórnarlambið til að gera allt til að halda mannræningjanum í góðu skapi og breytist loks í þráhyggju. Heilkennið er talið geta útskýrt hegðan giftra kvenna sem eru lamdar af eiginmönnum sínum, meðlima í öfgatrúarsamtökum, gæludýra og jafnvel fólks sem notar Windows!
4 Comments:
Anonymous Hlynur T said...
úff, lokaorðin drápu bloggið algjörlega.
„... og jafnvel fólks sem notar Windows!“.
En Stokkhólmssyndrome er helvíti magnað fyribæri.
„Play-Hard-to-Get-Extreme“?

Blogger gummez said...
Gudi sè lof ad èg er ekki med windows!

Blogger Bjarni Þ. said...
Endirinn breytti góðri færslu í stímandi meistarastykki! Þetta er geðveik pæling! Af hverju eru ekki allir löngu hættir að nota þessa lélegu afsökun fyrir stýrikerfi? Af hverju tekur fólk, dag eftir dag, leiðindin, óþægindin og skítinn upp í ósmurt rassgatið á geim- og gervihnattaöld þegar annað miklu betra er í boði? Stokkhólmsheilkennið!

Anonymous Hörður said...
Jámm, hjartanlega sammála. Ef þessir helv. tölvuleikjaframleiðendur myndu nú bara drullast til að framleiða leikina jafnt fyrir windows, osx og linux!!!