Sumarið 1973 voru fjórir gíslar teknir föngum í vopnuðu bankaráni í Svíþjóð. 6 dögum síðar þegar þeim var gefið leyfi til að fara neituðu gíslarnir. Gíslarnir neituðu einnig að vitna gegn glæpamönnunum og söfnuðu pening fyrir rétti þeirra. Seinna fréttist að ein kvennanna sem voru í haldi mannræningjanna ákvað að trúlofast einum þeirra.
Almenningur var gáttaður á þessu atferli og þegar fleiri svona mál komu upp var þetta fyrirbæri kallað Stokkhólmsheilkennið. Það getur gert vart við sig þegar gísl er haldið föngum í yfir fjóra daga og er hótað með lífláti. Einnig þarf mannræninginn að sýna ákveðna góðvild við fórnarlambið, það eitt fær fórnarlambið til að gera allt til að halda mannræningjanum í góðu skapi og breytist loks í þráhyggju. Heilkennið er talið geta útskýrt hegðan giftra kvenna sem eru lamdar af eiginmönnum sínum, meðlima í öfgatrúarsamtökum, gæludýra og jafnvel fólks sem notar Windows!
„... og jafnvel fólks sem notar Windows!“.
En Stokkhólmssyndrome er helvíti magnað fyribæri.
„Play-Hard-to-Get-Extreme“?