Suscito
Imagination is more important than knowledge
22.12.06
Brauð er hættulegt
  1. Yfir 98% dæmdra glæpamanna borða brauð.
  2. Nákvæmlega 50% þeirra barna sem alast upp við brauðfæði fá undir meðaltali á prófum.
  3. Á 18. öld þegar brauð var bakað á heimilunum var meðalaldur fólks aðeins 50 ár, ungbarnadauði var óásættanlega hár, konur dóu þegar þær áttu börn og sjúkdómar á við salmonellu, gulu og inflúensu tröllriðu heiminum.
  4. Meira en 90% allra glæpa sem framdir eru eru framdir innan 24 klst. frá inntöku brauðs.
  5. Brauð er búið til úr efni sem kallast deig, sannað hefur verið að 300 grömm af þessu efni sé nóg til að kæfa mús. Meðal Íslendingur borðar meira en þetta á einni viku!
  6. Frumstæðir ættbálkar sem neyta ekki brauðs hafa minni líkur á sjúkdómum á við alzheimer, parkinson's og beinkölkun.
  7. Brauð getur oft leitt til neyslu harðari efna á við smjör, hnetusmjör, sultu og jafnvel osts!
  8. Sannað hefur verið að brauð er ávanabindandi. Tilraunadýr sem gefið var brauð og síðan ekkert nema vatn í tvo daga grátbáðu um brauð.
  9. Sannað hefur verið að brauð sogi í sig vatn og þar sem líkami okkar er um 65% vatn getur brauðið sogað allt vatnið í sig og gert okkur að mjúkum brauð svömpum.
  10. Nýfædd börn geta kafnað þegar þau borða brauð!!!
  11. Brauð er bakað við yfir 100°C, svo mikill hiti getur drepið fullorðinn mann á innan við mínútu!
4 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Heh, jámm, var einmitt að hugsa þetta (eða ekki). :D

Blogger gummez said...
èg er kominn à kaf ì sterka osta!!!

Anonymous Nafnlaus said...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

Anonymous Nafnlaus said...
ÉG heppin því mér finnst brauð verulega vont!