Suscito
Imagination is more important than knowledge
14.12.06
Fjölmúlavíl
Prófin búin og grákaldur raunveruleikinn tekur við. Nú væri við hæfi að taka upp snjóbrettadótið og taka eitt gott roadtrip upp í Bláfjöll, verst að það er bara ekki kominn nægur snjór. En þar sem ég hef ekkert að blogga um sem er endemi þá ætla ég að búa til lista í staðinn yfir e-ð sem virðist óskiljanlegt (svo þetta er ekki endemi eftir allt saman).

  • Ég er með féneglur.
  • Prófin gengu guddíulaust.
  • Ég er ekki kembingseygður, myndi frekar segja að ég væri blá/grá eygður er samt ekki viss.
  • Elli þekkir þetta orð örugglega - rambelta (Ég þekkti þetta ekki, en ég þekkti sögnina)
  • Skarhjálmur, ef þið vitið hvað þetta er án þess að gúgla eða kíkja í orðabók eruði góð.
  • Skjáhrafn, nýyrði fyrir stalker?
  • Ætla ekki að taka út neina kárínu fyrir þessi jól.
Þurfti bara að drita einhverju hérna niður (ekki Cleveland steamer...) hafið það gott.
8 Comments:
Anonymous Elli said...
Hehe ég hef satt að segja aldrei heyrt þetta orð áður! Hef alltaf rambað á römbunni.

Áhugaverð lesning:
http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/rambelta.html

Anonymous Nafnlaus said...
nutcases

Anonymous Haffi said...
Ugh... anonymous posts ftl...

Anonymous Valborg said...
skortur á snjó er á við skortinn á vinduskítnum, þó við söknum hans nú ekkert sérlega á þessum árstíma

Anonymous Nafnlaus said...
áhugavert er að nafnið Elli les ég allt af sem nafnorðið elli. Stundum á ég í mesta basli með að fatta hvaða elli þetta er.

Anonymous Haffi said...
Þetta er Durante sem er ekki elli ef það fer eitthvað á milli mála... O_o

Blogger Bjarni Þ. said...
Haffi, þú ert sko enginn greigull!

Blogger Haffi said...
Hehe, þurfti orðabók fyrir þennan!