Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.7.06
Fjársjóðsleit
Vaknaði í dag, ákvað að fara með Gumma út að skokka kl. 12 eftir að The Dyers voru böstaðir fyrir hávaða á Bar 11. Eftir 5 km skokk, hlustun á brjálaðan speed metal og eftir að hafa workað tanið enduðum við loksins heima. Gumma tókst þrátt fyrir armæðu að stafa sig í gegnum fréttablaðið og rak þá augun í fjársjóðsleit BT. Við skelltum okkur niður að Úlfljótsvatni þar sem þetta átti að vera haldið og um leið og við stigum út úr bílnum tóku á móti okkur fólk veifandi sjóræningjafánum í fylgd milljóna ef ekki milljarða af mýflugum. Þetta fólk var síðan svo kurteisislegt að benda okkur á strák sem var að selja flugnanet á 1000 kr. stykkið (OKUR!) en það var vel þess virði. Klukkan tifaði og á slaginu 3 var skálinn með fjársjóðskortunum opnaður. Múgæsingur varð ríkjandi og fólk tróðst undir í græðgiskasti til að næla sér í a.m.k. eitt kort. Ég og Gummi hittum vini Kela (Sem fóru alla leið upp í fljótshlíð í Þórsmörk seinustu helgi, bömmer!) og síðan Ragga og Kidda vin hans. Þegar við fengum loks kortið í hendurnar byrjuðum við bara að elta eitthvað fólk sem stefndi upp á eitthvað fjall í grenndinni, ég leit ekki einu sinni á kortið mitt. Eftir að hafa hlaupið yfir 10 kílómetra, orðið kófsveittur, stunginn af mýflugum út um allan líkaman og brúnn af tani þá náðum við að klára hringinn, fyrstir af öllum sem voru á okkar leið. Þá tók á móti okkur brosandi starfsfólk BT; "Bara búnir með hringinn? Þá funduði ekki fjársjóðinn". Svo við þutum út aftur eftir að hafa komist að misskilningi okkar sem fólst í því að "gámurinn" var falinn einhversstaðar á leiðinni. Við hlupum yfir 5 kílómetra í viðbót en á meðan var eitthvað fjölskyldufólk sem rambaði fram á lítinn bláan kassa, sem var með miða, sem á stóð, þú vannst, fleh.
27.7.06
Sveittasta bíóferð...
...ævi minnar.

Það mun þurfa mikið til að fá mig í fullt bíó aftur, eða eitthvað nálægt frumsýningu yfir höfuð.

Ég veit að þetta er ljótt en, POTCDMC er bara 'semi' við svona aðstæður :'(
24.7.06
Aðrar þrautir
Sköllóttur maður opnar augun og við honum blasir herbergi sem er fullt af fólki sem hann þekkir ekki. Fólkið starir á hann - hann er nakinn. Allt í einu gengur kona rösklega að honum og byrjar að slá hann þangað til hann brestur í grát af sársauka.

Hver er maðurinn og hver er konan?

Önnur

Maður er leiddur inn í herbergið þar sem aftaka hans á að fara fram. Áður en hún er framin býðst honum að leysa eina þraut til að verða frjáls maður. Þrautin felst í því að hann verður að segja setningu sem er bæði sönn og ósönn. Ef hann segir satt þá verður hann skotinn en ef hann lýgur verður hann hengdur. Hvað segir hann?

Þriðja!

Tómas, Gulla, Jón og María búa öll í sama húsi. Einn daginn ákveða Jón og María að fara í bíó en þegar þau koma heim er Gulla dáin og lík hennar liggur í polli af vatni með glerbrot út um allt. Þeim grunar strax að Tómas hafi framið morðið og komast seinna að því að það var hann. Samt fer Tómas aldrei í fangelsi og fær enga refsingu fyrir þetta morð, af hverju?

Skal grafa upp meira seinna ef Einar nær að klára þessa allar innan 3 klst.
All over you...
...Með Lazy Lester er feheheykilega góður diskur, þrátt fyrir að hann sé gamall.

Þar sem enginn gat leyst seinustu þraut sem er btw skítlétt þá skal ég koma með aðra erfiðari þar sem þið getið ekki látið bjóða ykkur einhverja barnaþraut.

1
11
21
1112
3112

Hvað kemur í næstu línu og af hverju? Ef þið getið þessa eigiði skilið að fá verðlaun :)
22.7.06
Þraut
Þið eruð með 9 peninga og vog sem þið megið nota tvisvar.

Einn peningurinn er léttari en hinir, hvernig finniði það út með því að nota vogina?
20.7.06
Gítarleikari dauðans
Hérna

Enn eitt martraðaskrímslið... Þessi er samt frekar frumlegur.
19.7.06
Örlaugin
Örlaugin er ótrúlega lítil laug.

En þótt hún sé svona ótrúlega lítil komast allir sem vilja í hana.

Ég skelli mér í örlaugina, tek besta sundsprett sem sést hefur og fer í gufu á eftir.

Örlaugin rokkar!

Gott lag: 8th commandment með Sonata Arctica
18.7.06
Úr hvaða bíómynd er þetta?
What will I become?

-The future.

Sá sem er fyrstur að svara rétt fær verðlaun og líka sá seinasti sem svarar rétt.

Ofurmegasúpergígagott lag: You may be right með Billy Joel
17.7.06
Myndir segja ekki neitt og orð ekki heldur...
En myndir eru bara betri túlkun...

Þarna sjáiði mig (Bad hair day?), mann með skuggalega mottu og vampíru sem er að fara að sjúga blóð úr mér. Þið viljið ekki sjá myndina sem var tekin 3 sekúndum seinna.


Þarna er ég nokkrum sekúndum seinna... en ég sést ekki því vampírur sjást ekki á myndum, nema þessi, hún er of máttug, henni tókst meira að segja að láta þennan mann vaxa sér þetta... þetta... heh O_o

Fleiri myndir á næstunni, gott lag: Won't get fooled again með The Who

15.7.06
Gott Comeback
Ef einhver segir: "Sá hlær best sem síðast hlær"

Er hægt að svara: "He who laughs last thinks slowest"

Þessa vitneskju gróf ég upp úr þessari bók sem ég gaf Gumma bara til að vera kaldhæðinn. Bók fyrir óseðjandi forvitni...

Gott lag: My world is empty without you með Diana Ross and the Supremes... ahh Motown.
14.7.06
Ferðayfirlit
(Goðið, Soloman Burke)
Þar sem mér finnst seinastafærsla arfaslöpp og leiðinlega ákveð ég hér með að gera aðra sem samanstendur af lista, alltaf jafn "gaman" að lesa þannig, sérstaklega ef listarnir eru langir eins og þessi.

Staðir sem ég fór á í ferð minni til USA:

Detroit art museum
Detroit festival of arts!
Detroit history museum
General Motors Design center
General Motors Tech center
Tónleikar með Betty Lavette, fræg Motown söngkona (æði).
Soloman Burke, Feitur soul prestur.
Graduation party hjá frænda mínum
Detroit Zoo
Detroit Science center
Charley's - einhver veitingastaður sem ég man lítið eftir
Dairy queen ^^
Eitthvað Mall sem ég man ekki nafnið á :)
Air Force recruitment officer
Raven Lounge, Blús staður
Kurteist fólk, það er samt ekki staður :/
Afmælið mitt :)
Ymca, yeah!
Einhver veitingastaður þar sem háskólanemar vinna en ég man ekki nafnið á...
Bowling
Fishbones, snobbveitingastaður
Amma mín er rasisti
Cranbrook planetarium Amigad kúl!
Cranbrook Bat Zone, geðveiki :)
Cranbrook science museum, mega töff með T-Rex og allt!
CEDAR POINT!!!1
Kalahari water world
Toledo Zoo
Bílasýning hjá GM
Renaissance center, hæsta hús Detroit
Port Huron
Thomas A. Edison museum
Canada
Big lakes crossing - mall.
Rainforest café
Skúnkaroadkill :) (Margt mikilvægara sem ég er að gleyma samt)
Marshal fields - mall.
Seldom Blues, blús staður
Greenfield village
Imax bíó, toppurinn!
Rouge bílaverksmiðjan.
Þingvellir
Jæja, þá er maður kominn. Fékk að laumast í einhverja túristatölvu hérna í sjoppunni, erum að fara að tjalda tjaldinu. Það er frekar gott veður og logn hérna þar sem við erum. Samt leiðinlegt þetta hópbeil :(

Djók.

Fór til tannlæknis í morgun eftir að hafa verið með tannpínu í 2 mánuði sem ég gat ekki sofið út af. Til að gefa ykkur hugmynd um hve slæm þessi tannpína var þá þurfti læknirinn að deyfa (Y því það er dregið af daufur, right?) mig 8 sinnum! Síðan þegar hann komst að því að fylling myndi ekki ganga sagði hann mér að ég þyrfti rótarfyllingu... great!

Það sem tók síðan við var bara vinnuchill, fékk að hlusta á Ítalska lúðrasveit í Alfredóhöllinni og allez.

Sennheiser ftw.
World jump day
Ef þetta gerist, verður þá ekki subbulega kalt á Íslandi?
11.7.06
Skíturinn
Að mála með með Epoxý málningu og að nota Epoxý þynni.

Við það minnist ég aðeins orða Towlie úr South Park:

"Remember to bring a towel with you"

Ég ætla að koma með handklæði á morgun...

Gott lag: Smiling Faces Sometimes með Undisputed Truth

"Remember a smile is just A frown turned upside down"
10.7.06
Versta lífsreynsla mín í USA part 2
Ég uppgötvaði þetta fyrsta þegar ég var úti að ganga með frænku minni sem er bæ ðe vei 67 ára. Það kom stundum fyrir allt að þrisvar sinnum að gaurar stoppuðu þegar við vorum að labba út á bensínstöð eða eitthvert annað og komu með þennan frasa: “Hey babe! You need a ride?”. Við náðum oftast að hunsa þá en sumir voru ýtnari en aðrir. (Pælið í því, 67 ára, hversu desperate þarf maður að vera? Eða Gilf fan...)

Ég var byrjaður að kannast við þennan hluta bæjarins og gat reddað mér sjálfur á ýmsa staði. Eitt skipti var ég að labba niður á þessa ákveðnu bensínstöð sem var eitthvað meira en kílómetersspotti. Ég tek eftir því að bílarnir sem fara fram hjá hægja sumir grunsamlega mikið á sér en þjóta síðan burt. En mér til mikillar undrunar og skelfingar stoppar allt í einu pallbíll með tveim mönnum innanborðs mér við hlið. Ég ákveð að líta ekki á þá en maðurinn við stýrið hóar samt á mig: “Hey, man! You need a ride?”. Ég reyni að hunsa þetta, lít ekki á þá og labba áfram. Maðurinn gefst hins vegar ekki upp og kallar aftur: “Hop in my car man!”. Þá lít ég við og sé að maðurinn í farþegarsætinu heldur á skammbyssu, hann var ekki að miða henni á mig en við það eitt að sjá þetta vítistól var nóg fyrir mig til að byrja að spretta burt. Í örvæntingu minni á flóttanum undan þessum trukki heyri ég djúpraddað öskur: “I just needed a f***ing blowjob!!!”.

Ég held að ég hafi aldrei verið svona hræddur á minni stuttu ævi, allavega ekki í þessu samhengi.

Skúnka roadkill eru teh nastí.

Kommentið eða deyjið.
9.7.06
Versta lífsreynsla mín í USA part 1
Hérna kemur loksins að þessu, með smá intrói til að gera þetta meira spennandi:

Eins og flestir ættu að kannast við eru Bandaríkin, ríki bílaframleiðslu. Landið er svo vel undirbúið fyrir þessar almenningssamgöngur að maður sér varla annað en nýja Ford-a og GM-a á götunum. Frændi minn sem vinnur hjá General Motors er á Toyotu og hann þarf að leggja lengra frá verksmiðjunni vegna þessarar svokölluðu bílamenningar, það er hart. Ég fékk meira að segja þann heiður að fara með honum í Design Center í GM þar sem ég sá proto-types af mörgum bílum (Næsta módel af Camaro verður heitt) ásamt bílunum í Click, The Matrix, The Island og fleiri myndum.

En svo ég teygji lopann ekki lengra þá er málið með þessari bílamenningu að íbúar Detroit borgar hafa nokkurn vegin gleymt að leggja gangstéttar (Orsök offituvandamálsins? Allavega partur af því). Eina fólkið sem maður sér ganga úti í vegakantinum eru ekkert annað en hvað? - Hórur. Þessi saga er farin að líta út eins og ég hafi lent á einhverju dörtí hóruhúsi og hafi verið misnotaður þar, en svo er ekki.

Bíðið spennt eftir framhaldinu :)
6.7.06
Næstversta lífsreynsla mín í USA part 2
Ég tók andköf, ég var alveg kyrr í smástund en næstu augnablik einkenndust af því að ég var að lemja sjálfan mig eins og einhver smástelpa.

Af hverju?

Hmmm, meðal annars vegna þess að hús í Bandaríkjunum eru illa byggð og oft á lélegum grunni. En hvernig tengist það þessu? Jú, sú staðreynd að hús séu byggð á lélegum grunni leiðir okkur til þess að ýmisleg dýr sem lifa í sandi eiga greiðari leið inn í húsið.

Snúum okkur aftur að efninu. Ég kveikti ljósið á lampanum, hvað sá ég? Rúm sem var þakið sandmaurum (mig langar að nota caps en það eyðileggur spennuna fyrir þeim sem eru að byrja að lesa og vilja finna að þetta sé dularfullt). Þúsundir ef ekki tugþúsindir eða meira lítilla maura skríða um allt rúmið og mig allan og næstu augnablik einkennast af því að ég er að lemja sjálfan mig og reyna að þurrka af mér alla þessa dauðu maura sem hefðu grafið sig inn í húsið á einum stað og ákveðið að gera innrás í rúmið mitt.

Ég gæti farið út í fleiri smáatriði en þá þyrfti ég að fara út í það að banna þessa síðu börnum og ungmennum...

Til hamingju með afmælið Lexa, myndir koma seinna (Tók 2Gb af myndum ^^), versta lífsreynsla mín þarna seinna, bíðið spennt!

Gott lag – Hound dog með Koko Taylor, Jazz, hell yeah!
5.7.06
Næstversta lífsreynsla mín í USA
Já þið sjáið rétt, þetta er _næst_ versta lífsreynsla mín þarna, sú seinni mun koma síðar og já, hún var slæm, verri en að láta perra rúnka sér yfir manni í lest Halla.

Þá hefst sagan:

Ég vakna um miðja nótt í svefnsófanum á neðri hæðinni í húsinu hjá frænku minni. Mig klæjar í eyranum, ekkert til að gera athugasemd við nema ég klóra mér og það virðist hverfa strax.

Ég reyni að hvíla mig en finn samt fyrir einhverju skríða upp lærið á mér, ég reyni að nudda þessa ímynduðu veru af mér þar sem ég er að reyna að vera ekki paranoid yfir einhverjum svona smáatvikum...

-Ég næ að dreifa huganum og sofna aftur.

Stuttu síðar vakna ég aftur, þessi ímyndaða vera mín virðist ekki vera ímyndun eftir allt saman, eða öllu heldur, þessar ímynduðu verur. Ég finn fyrir því að allt rúmið virðist vera á iði, var ég kominn með einhverja ofskynjun og fann fyrir hverjum einasta rykmaur í þessu rúmi?

Það er niðamyrkur og kaldur sviti rennur niður hálsinn á mér, þetta var eitthvað meira en rykmaurar. Í örvæntingu næ ég að teygja mig í lampann sem stendur á hillu rétt hjá.

Framhald síðar því blogger leyfir mér ekki að blogga lengra :(
4.7.06
Fleh
Ég trúi ekki á stjörnuspána en mér finnst stjörnuspá moggans á mánudaginn, fyrir mig, hættulega rétt...

Annars tók blogger ekki við blogginu mínu og ég þarf að skrifa það í tveim skemmtilegum pörtum seinna.

Superman er frekar góð mynd, allavega án hléa sem maður þarf ekki að þola í Bandaríkjunum XD