Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.7.06
Fjársjóðsleit
Vaknaði í dag, ákvað að fara með Gumma út að skokka kl. 12 eftir að The Dyers voru böstaðir fyrir hávaða á Bar 11. Eftir 5 km skokk, hlustun á brjálaðan speed metal og eftir að hafa workað tanið enduðum við loksins heima. Gumma tókst þrátt fyrir armæðu að stafa sig í gegnum fréttablaðið og rak þá augun í fjársjóðsleit BT. Við skelltum okkur niður að Úlfljótsvatni þar sem þetta átti að vera haldið og um leið og við stigum út úr bílnum tóku á móti okkur fólk veifandi sjóræningjafánum í fylgd milljóna ef ekki milljarða af mýflugum. Þetta fólk var síðan svo kurteisislegt að benda okkur á strák sem var að selja flugnanet á 1000 kr. stykkið (OKUR!) en það var vel þess virði. Klukkan tifaði og á slaginu 3 var skálinn með fjársjóðskortunum opnaður. Múgæsingur varð ríkjandi og fólk tróðst undir í græðgiskasti til að næla sér í a.m.k. eitt kort. Ég og Gummi hittum vini Kela (Sem fóru alla leið upp í fljótshlíð í Þórsmörk seinustu helgi, bömmer!) og síðan Ragga og Kidda vin hans. Þegar við fengum loks kortið í hendurnar byrjuðum við bara að elta eitthvað fólk sem stefndi upp á eitthvað fjall í grenndinni, ég leit ekki einu sinni á kortið mitt. Eftir að hafa hlaupið yfir 10 kílómetra, orðið kófsveittur, stunginn af mýflugum út um allan líkaman og brúnn af tani þá náðum við að klára hringinn, fyrstir af öllum sem voru á okkar leið. Þá tók á móti okkur brosandi starfsfólk BT; "Bara búnir með hringinn? Þá funduði ekki fjársjóðinn". Svo við þutum út aftur eftir að hafa komist að misskilningi okkar sem fólst í því að "gámurinn" var falinn einhversstaðar á leiðinni. Við hlupum yfir 5 kílómetra í viðbót en á meðan var eitthvað fjölskyldufólk sem rambaði fram á lítinn bláan kassa, sem var með miða, sem á stóð, þú vannst, fleh.
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Blogger tekur ekki á móti fleiri orðum... Þið missið af twistinu í endinum.

Anonymous Nafnlaus said...
Djöfulsins svekkelsi

Blogger Unknown said...
Gangi þér betur næst. Svekkjandi þetta með flugnanetin.