Suscito
Imagination is more important than knowledge
9.7.06
Versta lífsreynsla mín í USA part 1
Hérna kemur loksins að þessu, með smá intrói til að gera þetta meira spennandi:

Eins og flestir ættu að kannast við eru Bandaríkin, ríki bílaframleiðslu. Landið er svo vel undirbúið fyrir þessar almenningssamgöngur að maður sér varla annað en nýja Ford-a og GM-a á götunum. Frændi minn sem vinnur hjá General Motors er á Toyotu og hann þarf að leggja lengra frá verksmiðjunni vegna þessarar svokölluðu bílamenningar, það er hart. Ég fékk meira að segja þann heiður að fara með honum í Design Center í GM þar sem ég sá proto-types af mörgum bílum (Næsta módel af Camaro verður heitt) ásamt bílunum í Click, The Matrix, The Island og fleiri myndum.

En svo ég teygji lopann ekki lengra þá er málið með þessari bílamenningu að íbúar Detroit borgar hafa nokkurn vegin gleymt að leggja gangstéttar (Orsök offituvandamálsins? Allavega partur af því). Eina fólkið sem maður sér ganga úti í vegakantinum eru ekkert annað en hvað? - Hórur. Þessi saga er farin að líta út eins og ég hafi lent á einhverju dörtí hóruhúsi og hafi verið misnotaður þar, en svo er ekki.

Bíðið spennt eftir framhaldinu :)
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
þér eruð vondur maður.
b