Suscito
Imagination is more important than knowledge
5.7.06
Næstversta lífsreynsla mín í USA
Já þið sjáið rétt, þetta er _næst_ versta lífsreynsla mín þarna, sú seinni mun koma síðar og já, hún var slæm, verri en að láta perra rúnka sér yfir manni í lest Halla.

Þá hefst sagan:

Ég vakna um miðja nótt í svefnsófanum á neðri hæðinni í húsinu hjá frænku minni. Mig klæjar í eyranum, ekkert til að gera athugasemd við nema ég klóra mér og það virðist hverfa strax.

Ég reyni að hvíla mig en finn samt fyrir einhverju skríða upp lærið á mér, ég reyni að nudda þessa ímynduðu veru af mér þar sem ég er að reyna að vera ekki paranoid yfir einhverjum svona smáatvikum...

-Ég næ að dreifa huganum og sofna aftur.

Stuttu síðar vakna ég aftur, þessi ímyndaða vera mín virðist ekki vera ímyndun eftir allt saman, eða öllu heldur, þessar ímynduðu verur. Ég finn fyrir því að allt rúmið virðist vera á iði, var ég kominn með einhverja ofskynjun og fann fyrir hverjum einasta rykmaur í þessu rúmi?

Það er niðamyrkur og kaldur sviti rennur niður hálsinn á mér, þetta var eitthvað meira en rykmaurar. Í örvæntingu næ ég að teygja mig í lampann sem stendur á hillu rétt hjá.

Framhald síðar því blogger leyfir mér ekki að blogga lengra :(