Suscito
Imagination is more important than knowledge
10.7.06
Versta lífsreynsla mín í USA part 2
Ég uppgötvaði þetta fyrsta þegar ég var úti að ganga með frænku minni sem er bæ ðe vei 67 ára. Það kom stundum fyrir allt að þrisvar sinnum að gaurar stoppuðu þegar við vorum að labba út á bensínstöð eða eitthvert annað og komu með þennan frasa: “Hey babe! You need a ride?”. Við náðum oftast að hunsa þá en sumir voru ýtnari en aðrir. (Pælið í því, 67 ára, hversu desperate þarf maður að vera? Eða Gilf fan...)

Ég var byrjaður að kannast við þennan hluta bæjarins og gat reddað mér sjálfur á ýmsa staði. Eitt skipti var ég að labba niður á þessa ákveðnu bensínstöð sem var eitthvað meira en kílómetersspotti. Ég tek eftir því að bílarnir sem fara fram hjá hægja sumir grunsamlega mikið á sér en þjóta síðan burt. En mér til mikillar undrunar og skelfingar stoppar allt í einu pallbíll með tveim mönnum innanborðs mér við hlið. Ég ákveð að líta ekki á þá en maðurinn við stýrið hóar samt á mig: “Hey, man! You need a ride?”. Ég reyni að hunsa þetta, lít ekki á þá og labba áfram. Maðurinn gefst hins vegar ekki upp og kallar aftur: “Hop in my car man!”. Þá lít ég við og sé að maðurinn í farþegarsætinu heldur á skammbyssu, hann var ekki að miða henni á mig en við það eitt að sjá þetta vítistól var nóg fyrir mig til að byrja að spretta burt. Í örvæntingu minni á flóttanum undan þessum trukki heyri ég djúpraddað öskur: “I just needed a f***ing blowjob!!!”.

Ég held að ég hafi aldrei verið svona hræddur á minni stuttu ævi, allavega ekki í þessu samhengi.

Skúnka roadkill eru teh nastí.

Kommentið eða deyjið.
9 Comments:
Blogger Halla said...
sjæsebitte..

hættu að vera svona maðafaggin' móðursjúkur.. vá.. þetta kemur fyrir flesta einhverntímann á ævinni.. rólegan þrýstinginn skilurðu..

nnneeeeeiii

Anonymous Nafnlaus said...
Hahahaha...sýrt dæmi, en er e-r mikill munur á að vera GILF fan og að vera desperate?

Anonymous Nafnlaus said...
ég er eiginlega bara orðlaus, ég væri allavega "scared for life" :S

Anonymous Nafnlaus said...
held að þessi kona búi í shady hluta bæjarins..

Anonymous Nafnlaus said...
Vil ekki vera vondur, en sem maður sem skrifar 'bæ ðe vei' vorkenni ég þér ekki neitt :D

Anonymous Nafnlaus said...
Ég var líka bæ ðe vei ekkert að biðja um vorkunn :)

Anonymous Nafnlaus said...
Takk samt fyrir að pæla í því að vorkenna mér þó ég þekki þig ekki neitt :)

Blogger Bjarni Þ. said...
Dúd. Suddalega svaðaleg saga. En eitthvað er þetta dörtí bæjarhluti sem þú varst í.

Anonymous Nafnlaus said...
Bara dörtí gata... The hood was ok but the street was just...