Suscito
Imagination is more important than knowledge
24.7.06
Aðrar þrautir
Sköllóttur maður opnar augun og við honum blasir herbergi sem er fullt af fólki sem hann þekkir ekki. Fólkið starir á hann - hann er nakinn. Allt í einu gengur kona rösklega að honum og byrjar að slá hann þangað til hann brestur í grát af sársauka.

Hver er maðurinn og hver er konan?

Önnur

Maður er leiddur inn í herbergið þar sem aftaka hans á að fara fram. Áður en hún er framin býðst honum að leysa eina þraut til að verða frjáls maður. Þrautin felst í því að hann verður að segja setningu sem er bæði sönn og ósönn. Ef hann segir satt þá verður hann skotinn en ef hann lýgur verður hann hengdur. Hvað segir hann?

Þriðja!

Tómas, Gulla, Jón og María búa öll í sama húsi. Einn daginn ákveða Jón og María að fara í bíó en þegar þau koma heim er Gulla dáin og lík hennar liggur í polli af vatni með glerbrot út um allt. Þeim grunar strax að Tómas hafi framið morðið og komast seinna að því að það var hann. Samt fer Tómas aldrei í fangelsi og fær enga refsingu fyrir þetta morð, af hverju?

Skal grafa upp meira seinna ef Einar nær að klára þessa allar innan 3 klst.
3 Comments:
Blogger Einarus said...
1. Nýfætt barn og ljósmóðir.
2. "Er svarið við þessari spurningu 'nei'?"
3. Tómas hafði áður verið fangelsaður fyrir morðið á Gullu sem hafði sett það á svið einhverju áður.

Er reyndar ekkert viss með sp. 2 - en ég vil samt svara svona því ég er hrifinn af þessari setningu.

Anonymous Haffi said...
1. er rétt
2. Setningin er: Ég verð hengdur
3. Tómas er köttur og Gulla er gullfiskur ;)

Blogger Einarus said...
2. Aha - datt eitthvað svona í hug...
3. Mitt er samt líka rétt :) (Double Jeopardy) Getur ekki verið fangelsaður tvisvar fyrir morðið á sömu manneskjunni :P