Suscito
Imagination is more important than knowledge
6.7.06
Næstversta lífsreynsla mín í USA part 2
Ég tók andköf, ég var alveg kyrr í smástund en næstu augnablik einkenndust af því að ég var að lemja sjálfan mig eins og einhver smástelpa.

Af hverju?

Hmmm, meðal annars vegna þess að hús í Bandaríkjunum eru illa byggð og oft á lélegum grunni. En hvernig tengist það þessu? Jú, sú staðreynd að hús séu byggð á lélegum grunni leiðir okkur til þess að ýmisleg dýr sem lifa í sandi eiga greiðari leið inn í húsið.

Snúum okkur aftur að efninu. Ég kveikti ljósið á lampanum, hvað sá ég? Rúm sem var þakið sandmaurum (mig langar að nota caps en það eyðileggur spennuna fyrir þeim sem eru að byrja að lesa og vilja finna að þetta sé dularfullt). Þúsundir ef ekki tugþúsindir eða meira lítilla maura skríða um allt rúmið og mig allan og næstu augnablik einkennast af því að ég er að lemja sjálfan mig og reyna að þurrka af mér alla þessa dauðu maura sem hefðu grafið sig inn í húsið á einum stað og ákveðið að gera innrás í rúmið mitt.

Ég gæti farið út í fleiri smáatriði en þá þyrfti ég að fara út í það að banna þessa síðu börnum og ungmennum...

Til hamingju með afmælið Lexa, myndir koma seinna (Tók 2Gb af myndum ^^), versta lífsreynsla mín þarna seinna, bíðið spennt!

Gott lag – Hound dog með Koko Taylor, Jazz, hell yeah!
2 Comments:
Blogger Bjarni Þ. said...
Ég veit af eigin raun að svona skordýraatvik eru ógeðslegri en flest. Svo bíð ég helspenntur ef ekki bara dauðspenntur eftir sögunni af verstu lífsreynslunni.

Anonymous Nafnlaus said...
Þetta er eins og úr e-ri hryllingsmynd, ég mydni fríka út.