Suscito
Imagination is more important than knowledge
7.6.07
Dagur 15 af 40, þetta er auðvelt
Dagur 4 af eðlisfræðiþjálfuninni er liðinn og við höfum farið yfir flest allt eðlisfræðitengt efni sem ég hef lært í menntaskóla. Strax annan daginn varð liðið fyrir miklu áfalli þegar það var bólusett fyrir 106.000 krónur. Hinar alræmdu pestir Lifrarbólga A og B, Kólera og Salmonella eiga víst ekki sjéns í mig núna! Sem minnir mig á það að eftir 8 daga á ég að drekka aftur jukk með hindberjabragði og kóleruleifum, góður kokteill þar á ferð! Bókin sem við förum eftir í þjálfuninni er líka mjög skemmtileg, minnir mikið á efnafræðibókina, bara betri útskýringar og flottari dæmi. Hver hefur ekki áhuga á að lesa söguna um illkvitna nemandann sem vildi vita hvað gerðist ef hann kastaði melónu fram af 47 metra háu húsi? Ég væri allavega vel til í þannig tilraun sjálfur, held samt að skopparaboltar úr Hallgrímskirkjuturni hafi verið nóg af því góða nú um árið, sérstaklega því þeir lentu 2 metrum frá túrista. Svo var líka einstaklega skemmtilegt að reikna dæmið um stelpuna sem kastaði vatnsblöðru á bílrúðu, sérstaklega þar sem stóð fremst: "DON'T TRY THIS AT HOME", mig langar svolítið að prófa núna.

Í dag ákvað að skella mér á mánaðarkorti í World Class og geta metnaðarfullir lesendur vænst þess að sjá mig þar milli 16 og 18+ virka daga í Laugum og á morgnana um helgar í Spönginni líklega. Þar geta þeir gert tilraun til þess að safna svita mínum í glas og selja síðan dýrum dómum á Ebay, það hefur reynst vel hingað til.

I'm off pac-manning (Urban dictionary ftw!)
2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
LOL 15, GJ

Anonymous Nafnlaus said...
LOL 15, GJ