Suscito
Imagination is more important than knowledge
3.6.07
Hundarnir
Fór í göngutúr með Árna og við tókum hundana með.

Afrakstur ferðarinnar má sjá hér!

Freyja - Svört, snögghærð með hvíta bringu og hvíta sokka. 1/2 Labrador, 1/4 Minkahundur, 1/4 íslenskur hundur => "minnkaður" labrador (hundurinn minn og hún verður 4 ára eftir þrjá daga, sem sagt 28 ára í hundaárum!). Mjög blíð en frekar feimin, fílar sig mest undir einhverju, undir borði, undir stól. Hún geltir oftast á fólk þegar hún sér það í fyrsta skipti en svo oftast aldrei aftur, það er a.m.k. mjög óeðlilegt ef hún geltir ekki á e-n þegar hún sér hann fyrst.

Venus - Ljós, snögghærð, 100% Labrador í eigu Árna Reynis. Elskar vatn og að elta steina.

Lúna - Ljós, mjög snögghærð, feldurinn hennar stingur og er mjög teygjanlegur. 1/2 Border Collie og 1/2 einhver tegund sem ég man ekki hvað heitir, shai pei eða e-ð. Mjög ofvirk (sem er bara skemmtilegt) og í eigu Árna.

Misty - Svört 4 mánaða púðla sem Árni er að passa, frekar ofvirk.
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Misty! je te kiffe á la mort!

Gummi