Suscito
Imagination is more important than knowledge
14.6.07
19 ára
Síðustu dagar hafa verið mjög viðburðaríkir og dramatískir.

Ég fékk nýjan bíl sem verður arftaki Fabiunnar heitinnar, megi hún hvíla í friði. Gripurinn kallast víst Getz, 2004 árgerð, silfurlitaður og er ég bara tremma sáttur með kvikindið.

Ég náði þeim merka áfanga í lífinu að verða 19 ára án allrar utanaðkomandi aðstoðar og í fyrsta skipti held ég upp á afmælið án þess að Gummi sé hérna.

Ég fékk Skyrunner í afmælisgjöf. Held að eitt stykki myndband segi meira en 1000 myndir og þar með milljón orð (Lækkið ef þið viljið ekki verða fyrir varanlegum heyrnaskaða).

Takk fyrir afmæliskveðjurnar! (Guðjón, Árni, Kiddi, Alexandra, Gummi, Tómas, Gunnar Atli, Addi, Einar Bjarki, Tommi, Lísa, Valborg, Bjarni, Birkir, Hörður, Ásgeir, vinir Gumma í Frakklandi, Biggi, Loftur, Einar Sverrir og fleiri sem ég er örugglega að gleyma eða eiga eftir að skila kveðju).

Bless í bili.
6 Comments:
Anonymous Berglind said...
Haffi þú keyptir alveg eins bíl og ég á !!!!!

Anonymous Haffi said...
Því miður ekki vísvitandi, viltu að ég skili honum og kaupi nýjan svo við ruglumst ekki?

Anonymous Nafnlaus said...
Nóóóóóóóóóóó

Anonymous Berglind said...
ekki vísvitandi = viljandi

Anonymous Haffi said...
Þetta sama sem merki þitt á því miður við engin rök að styðjast.

Anonymous Nafnlaus said...
mátti reyna