Var áðan að finna nokkrar skemmtilegar myndir sem ég er búinn að taka á símann minn nýlega, vona að þið hafið jafn „gaman“ af þeim og ég. Hérna eru fyrstu tvær:
Hér má sjá nýju súluna fyrir utan Laugar, ekkert athugavert við þessa mynd til að byrja með annað en að fólkinu hefur á óútskýranlegan hátt tekist að mynda súlu úr orgíunni sinni.
Skoðum listaverkið nú aðeins nánar, þetta var það fyrsta sem blasti við mér áðan þegar ég gekk í Laugar. Einhverri gellu hefur sem sagt tekist að reka handlegginn sinn, upp fyrir olnboga, inn í sparigatið á vini sínum í orgíunni.
Hvað finnst ykkur?
(Ég virði allar heilbrigðar skoðanir um list en mér finnst sjálfum að listamenn eigi rétt á (og þurfi líka) almennri gagnrýni, listaverkið er sjálft frábært og frumlegt en líka svolítið fyndið :))
annars er allt gott að frétta af uppáhalds Berlínarfaranum þínum :)
Gummi
þetta er eitt það aaallra ljótasta sem ég hef séð!
þetta er bara rugl...list hvað!
ég gæti hent kakói á gangstétt og kallað það jafn mikla list!