Í morgun þegar ég vaknaði var ég að pæla í teningum og nú þegar að kvöldi er komið er ég enn þá að pæla í þeim. Vandamál mitt er svohljóðandi:
Er hægt að búa til reglulegan (allar hliðar eins) tening (Teningur er þá skilgreindur sem hlutur sem hefur jafnar líkur á hverri hlið sem kemur upp þegar honum er kastað) fyrir oddatölufjölda hliða fleiri eða jafnt og 5?
Ég er aðallega að pæla í einhverri reglu sem hægt væri að koma á teninga með oddatölufjölda hliða því með alla teninga með slétttölufjöld hliða þar sem hliðarnar eru 6 eða fleiri má taka tvær píramídalaga einingar og „líma“ saman á botninum.
Mig langar í reglulegan tening með 101 hlið til að spila íslenska spunaspilið Ask Yggdrasil.
gummi
...takes me back...
:)
http://en.wikipedia.org/wiki/Platonic_solid
Þ.e. nema ég sé að misskilja þetta e-ð.
Fúlt.
Well, ég get þá bara notað böns af venjulegum teningum þá og krotað yfir allar sexurnar þ.a. að þær tákni 0. :)
Aftur á móti er eflaust auðveldast að skrifa forrit fyrir fartölvu eða jafnvel farsímann og nota það í stað tenings.
Sem ég ætla ekki að gera :)
Krefst Askur ekki bara 100?
Langaði bara að koma með e-a ástæðu fyrir því að ég fengi svona skringilega hugmynd upp úr þurru, annars er Askurinn alveg sígildur :)