Suscito
Imagination is more important than knowledge
4.6.07
Vandamál
Í morgun þegar ég vaknaði var ég að pæla í teningum og nú þegar að kvöldi er komið er ég enn þá að pæla í þeim. Vandamál mitt er svohljóðandi:

Er hægt að búa til reglulegan (allar hliðar eins) tening (Teningur er þá skilgreindur sem hlutur sem hefur jafnar líkur á hverri hlið sem kemur upp þegar honum er kastað) fyrir oddatölufjölda hliða fleiri eða jafnt og 5?

Ég er aðallega að pæla í einhverri reglu sem hægt væri að koma á teninga með oddatölufjölda hliða því með alla teninga með slétttölufjöld hliða þar sem hliðarnar eru 6 eða fleiri má taka tvær píramídalaga einingar og „líma“ saman á botninum.

Mig langar í reglulegan tening með 101 hlið til að spila íslenska spunaspilið Ask Yggdrasil.
8 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Hringdu í Nexus og spurðu hvort þeir eigi svona teninga :)

gummi

Blogger Einarus said...
Ah, Askur Yggdrasill.
...takes me back...

:)

Blogger Hordur said...
Skv. wikipedia er það ekki hægt. Sjá nánar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Platonic_solid

Þ.e. nema ég sé að misskilja þetta e-ð.

Anonymous Haffi said...
Jámm skv. Wikipediu virðast bara vera 5 form sem uppfylla þessi skilyrði, önnur hafa ekki jafna líkindadreifingu.

Fúlt.

Well, ég get þá bara notað böns af venjulegum teningum þá og krotað yfir allar sexurnar þ.a. að þær tákni 0. :)

Blogger Hordur said...
Heh, jámm. Þ.e. ef þú vilt endilega nota "tening(a)". Með 101 tölu er þó líklega best að nota rafrænan tening í formi lítils skjás og takka. Það er ekki svo erfitt að smíða einn slíkan með réttu áhöldunum.

Aftur á móti er eflaust auðveldast að skrifa forrit fyrir fartölvu eða jafnvel farsímann og nota það í stað tenings.

Anonymous Haffi said...
Þá get ég alveg eins byrjað að spila WoW aftur... lol

Sem ég ætla ekki að gera :)

Blogger Einarus said...
En hvers vegna vantar þig tening með 101 hlið?
Krefst Askur ekki bara 100?

Anonymous Haffi said...
Þetta var bara smá glens út af spurningunni í færslunni.

Langaði bara að koma með e-a ástæðu fyrir því að ég fengi svona skringilega hugmynd upp úr þurru, annars er Askurinn alveg sígildur :)