Suscito
Imagination is more important than knowledge
27.6.07
Núna er ég frægari en Árni Páls
„Strákar! Ísland í dag er að koma eftir fimm mínútur að taka viðtal við ykkur, verið tilbúnir með e-ð skemmtilegt handa þeim.“

Dj***** var ég stressaður og svo fékk ég svo ljómandi skemmtilega spurningu sem tengist eðlisfræði engan vegin, mig langar helst til að skjóta mig núna þetta var svo vandræðalegt.

En þetta verður vonandi klippt út, ég bið til Guðs á hverri sekúndu að þetta verði ekki sýnt. Ef þetta verður birt mun ég flytja frá Íslandi og láta mig hverfa, skipta um nafn og láta brenna af mér fingraförin. Eða ég segist bara vera Gummi, það hefur virkað seinustu þrjú skipti.

Svo verður viðtalið ekki einu sinni sýnt í dag - þátturinn augljóslega ekki að standa undir nafni...

Skal samt láta ykkur, kæru lesendur, vita tímanlega á blogginu þegar þetta verður birt ef einhver áhugi er fyrir hendi :)
4 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
þú yrðir þá eiginlega að aflima þig því allur lófinn er persónueinkennandi XD

Blogger Haffi said...
Takk fyrir hjálpina Níels :)

Anonymous Nafnlaus said...
Hvað spurði fólkið í ísland í dag?

Gummi

Anonymous Nafnlaus said...
Skal bara segja þér það seinna, það var frekar skrautlegt...