Suscito
Imagination is more important than knowledge
20.6.07
High stakes poker
Póker er einstaklega skemmtileg hugaríþrótt að mínu mati sem reynir jafnt á hæfni spilarans til að klekkja á andstæðingunum og að halda eðlilegum svipbrigðum meðan á leiknum stendur. Derhúfa, sólgleraugu og hetta eru allt dæmi um hluti sem sumir pókerspilarar eru tilbúnir að nota til að ganga lengra í Póker„fíkn“ sinni. Ég hefði alveg verið sáttur við svona aukahluti um daginn þegar ég var einn eftir á móti spilaranum sem hafði hrifsað til sín 70% spilapeninganna á borðinu. Á meðan hann horfði girndaraugum á litlu spilapeningahrúguna sem ég átti eftir báðu hinir „föllnu“ um endalok þessarar kvalar, þessarar eymdar og volæðis. Við beygðum okkur undir þessi sterku orð og ákváðum báðir að fara ALL-IN, þar sem hvorugur gat aukið við veðmálið sýndum við hendurnar okkar. Ég var með ásapar, bestu byrjunarhönd í leiknum á meðan mótherji minn var með skitinn fjarka og tvist, ég var viss um sigur og hafði fulla ástæðu til þess að fara all-in! Floppinu var skellt á borðið, þristur, sjöa og sexa, möguleikar andstæðingsins gagnvart mér voru sláandi litlar, næsta spil var lagt á borðið, hjarta gosi, þetta spil kom á besta tíma, andstæðingurinn átti ekki sjéns í mig. Svo loksins, á rivernum kemur þetta mjög svo skemmtilega spil - niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Lesendur ættu að geta gert sér í hugarlund tilfinningar mínar gagnvart borðinu á þessari örlagaríku stundu og þess vegna leyfi ég myndinni að tala.


Hvað annað hefði ég getað gert í stöðunni?