Var að koma úr seinasta prófinu, munnlegri stærðfræði, mjög skemmtilegt og hressandi. Ákvað að skrifa allar reglurnar mínar upp í bók sem ég ætla að nota á næsta ári líka fyrir stúdentsprófið, heppilegt að bókin er svört og í A5 stærð svo ég get krotað "Death Note" á hana, svo ef það verður e-ð diss þá fer nafnið á viðkomandi bara beint í bókina - sorrí, svona er lífið bara.
En að öðru - frænka mín er að koma í heimsókn frá Bandaríkjunum á morgun. Hún er e-ð rétt yfir tvítugt, dökk á hörund og heitir Nicole og ég veit bara ekkert hvað ég á að fara að gera með henni hér á klakanum, svo ég spyr ykkur lesendur: Ef þið hétuð Nicole, væruð dökk á hörund, rétt yfir tvítugt og væruð á leiðinni til Íslands, hvað mynduði þá vilja gera?!
Allar uppástungur eru vel þegnar.
Annars er ég full af öfund yfir því að þú sért kominn í sumarfrí, til hamingju =)
Vertu svo duglegur við að koma með okkur í sund á næstunni =)
Og svo ein "málsgrein" sem endar ekki á broskalli.
Ég myndi vilja fá mér ís, fara í sund og kynnast öllum vinum þínum.
Svo hún hlýtur að vilja það líka.