Suscito
Imagination is more important than knowledge
18.5.07
Kostulegur draumur
Í nótt dreymdi mig einn furðulegasta draum sem ég hef nokkurn tíman upplifað, samt ekki þann furðulegasta.

Ég ranka við mér á stóru túni, allt í kringum mig eru krakkar frá því í grunnskóla, mismunandi gamlir eftir því hve langt er síðan ég hitti þá seinast. Þetta virðist vera reunion, allir eru í góðu skapi, skyndilega stend ég upp og hleyp í átt að hól á túninu og leggst á hann. Þegar ég ligg þarna í makindum tek ég eftir því að allir byrja að ganga í átt að hóteli/safni sem er þarna hinum megin við túnið. Við byrjum á því að skoða safnið sem er fullt af forngripum og undir hverjum einasta forngrip eða listaverki eru dýnur, frekar furðulegt. Næst göngum við að stórri rennubraut sem líkist rennubraut í sundlaug, svona göng sem eru glær. Ég renndi mér niður ásamt hinum og við endum í risastórum sal á neðstu hæð hótelsins. Mér til mikillar óhamingju virtist ég hafa gleymt einhverju en ég vissi ekki hverju. Ég varð að hlaupa út í bílinn og gá, ég fer þá upp stiga sem var að finna þarna úti í horninu og kem mér út án vandræða. Þegar ég kem aftur inn er mér meinaður aðgangur að stiganum svo ég fer inn á safnið í leit að rennubrautinni sem reynist svo vera hið argasta völundahús sem var nú mun myrkara og skuggalegra og á öllum dýnunum voru krakkar að hoppa og starandi á mig. Loksins finn ég rennibrautinna, orðinn nett hræddur við alla þessa krakka og renni mér niður, ég vissi hins vegar ekki að rennibrautinn lá niður að sviðinu í stóra salnum svo ég endaði upp á sviðinu og salurinn var fullur! En þetta voru ekki skólafélagar mínir heldur look-a-likes leikaranna í frægu þáttaröðinni 24 og stóð einhver Jack Bauer look-a-like á sviðinu (Ég veit ekki hvernig ég vissi að þetta væru look-a-likes). Á þessu vandræðalega augnabliki hleyp ég af sviðinu, að tröppunum og út. Þegar út var komið sé ég tvo menn vafnir klæðum sitjandi á beljum fyrir utan. Allt var nú mjög drungalegt og það var byrjað að kvölda. Þeir sitja á beljunum fyrir utan það sem virðist vera bensíndælur. Ég fæ þá slæmu hugdettu að þetta séu fréttamenn frá Miðausturlöndum að taka viðtal við fólk út af nýju bensíndælunum sem þeir voru að setja upp. Ég geng að þeim fús í þessa 5 mínútna frægð sem ég gæti hlotnast en ég sé enn þá ekkert undir þessum klæðum, þeir eru alveg huldir. Næsta sem gerist er mér óskiljanlegt, beljan bítur í höndina á mér og ég reyni að hlaupa burt. Þá dettur Miðausturlandabúinn af beljunni og var hlekkjaður við hana, við það detta öll klæðin af honum og mér til mikils ama sé ég að þetta er blóðþyrst górilla. Ég hleyp af stað með beljuna á höndinni og ég var orðinn heví pirraður á henni og skíthræddur við þessa górillu sem reynir síðan ekkert að ráðast á mig en dregst bara aftan í beljunni á bakinu. Ég reyni að hrista beljuna af mér og vakna þegar ég lem höndunum mínum í vegginn í herberginu mínu.

Hvað táknar þessi draumur?
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Fyrir það fyrsta: Hótelið táknar sálina þína; völundarhús sem enginn fær skilið.
Rennibrautin er lífsleiðin sem þú munt koma til með að velja þér. Vinir þínir munu svíkja þig á næstunni.
Og eitthvað óvænt á eftir að gerast sem mun koma þér skemmtilega á óvart.
Sem sagt: Ekki hafa áhyggjur af neinu það mun allt gott henda þig og það mun verða sjálfgengt hvarf.

Blogger Hörður Freyr said...
Varstu nokkuð að flakka á milli stöðva í gær á fjölvarpinu skömmu fyrir svefn? Þetta minnir mig á samsuðu sjónvarpsefnis.

Safnið > Discovery channel o.þ.h.
Jack Bauer > Sirkus / Stöð2
Drungalegu, bjánalegu atriðin > Cartoon Network (sumir þættirnir eru mjög ægilegir, t.d. Cow and Chicken; Ed, Edd and Eddy; Courage the Cowardly Dog o.fl.)

Ég lendi a.m.k. oft í svona löguðu, þ.a. til þess að stýra efni draumanna horfi ég bara á ákveðið sjónvarpsefni (mér þykir til að mynda gaman að vera ofurhetja, hverjum finnst það ekki?).

Anonymous Nafnlaus said...
Svolítið scary að ég horfði ekkert á sjónvarp daginn áður :X

Kannski var þetta bara raunveruleikinn sem mig dreymdi :)