Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.5.07
Það gerðist
Hálfur dagurinn var liðinn með frænku minni. Fórum að skoða Laugaveginn, Hallgrímskirkju, Austurstræti, gáfum öndunum og skoðuðum Reykjavík í allri sinni dýrð. Eftir að hafa farið með hana á Bessastaði þar sem hún var mjög hissa yfir því að engir verðir með byssur vöktuðu svæðið ætluðum við að fara í Perluna. Á Reykjanesbrautinni ákvað einhver maður með kerru aftaní að snarhemla, maðurinn fyrir aftann hann á Volvo ákvað að snarhemla líka. Ég sem var næstur í röðinni ákvað líka að snarhemla, ég rétt svo næ að stöðva bílinn fyrir aftan Volvo-inn þegar ég lít í afturspegilinn og sé að svartur jepplingur stefnir beint á mig á u.þ.b. 70 km hraða. Hið óumflýjanlega gerðist, ég og frænka mín krömdust inni í bílnum og okkar bíll skall á bílinn fyrir framan. Ég ranka við mér, hún er hágrátandi, fæturnir á mér eru kramdir á bremsunni. Stelpan sem ók bílnum fyrir aftan mig tékkar á mér, ég panikka (hef aldrei verið svona hræddur á ævi minni) og hringi í 112, löggan kemur, bílarnir eru fastir saman, enginn var alvarlega slasaður en bíllinn minn er gjörónýtur, allt body-ið á bílnum er beyglað, hurðirnar haldast ekki einu sinni lokaðar. Löggan tók skýrslu og hér eftir sjá tryggingafélögin um allt. Tók nokkrar myndir með símanum:

Bílarnir eru fastir saman, maðurinn er að reyna finna út hvernig eigi að losa þá.

2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Feginn að þú sért á lífi, Vá hvað gaurinn getur ekki verið stoltur af plömmernum sínum!

Gummi

Anonymous Nafnlaus said...
Úff á fkn 70 km hraða ? Þú ert heppinn að hafa ekki slasast mikið!

Gummi, þetta er nú ekki mikill plömmer samt...