Suscito
Imagination is more important than knowledge
28.4.07
Artí andrúmsloft
Ég er uppfullur af einhverju skapandi sem bíður eftir því að springa út og yfirtaka heiminn en ég þori ekki að sleppa því út strax, það þarf að þroskast og dafna. Annars hef ég verið mjög utan við mig undanfarið, það er alltaf eitthvað að trufla mig, eitthvað sem ég á að gera en geri ekki og ég skil ekki af hverju ég geri ekki (Mjög eðlilegt þykir að skilja ekki þessa setningu, 99% prósent fólks sem talar arabísku skilur hana ekki!). Svo hefur mér tekist að semja þrjú lög á tveim vikum og Valborg syngur eitt þeirra, eða þú veist, syngur (Djók, hún syngur).

En nande (Nande = hvernig (japanska (Lærði þetta úr Death Note (Meikar samt ekkert sens að ég sé að nota nande hér, langaði bara að koma japönsku kunnáttu minni að)))), erum við að tala um klassa eða Wii nauðgun? Eða erum við að tala um þetta óútskýranlega mynband þar sem Valborg birtist mér á óútskýranlegan hátt í líki draugs á listasafni Íslands á óútskýranlegri sýningu þar sem körfubolti og fáránlega pirrandi blikkandi ljós eipa á óútskýranlegan hátt inn í sál manns?



Ég er ekki viss, en þú?

Later skaters
21.4.07
Skype í hnotskurn
kamihoney: hello can we b a chat friend
Ég: NO
kamihoney: y?
kamihoney: :)
Ég: How old are you?
kamihoney: 27
Ég: Ok, you have some serious issues
kamihoney: on which issue u want to chat?
Ég: The one where you get the f*** away
kamihoney: dont say like that?
Ég: f*** off
kamihoney: no
Ég: Are you retarded or something?
kamihoney: no i m alright
Ég: Ok, then you have some serious issues
kamihoney: ?
kamihoney: ask any think
Ég: Can you f*** off?
kamihoney: u like to abuse other
Ég: No
kamihoney: i like ruge peoples (hann meinar rude)
Ég: You are irritating me by talking shit to me about nothing and spending my time.
kamihoney: no
Ég: Don't you understand the statement?
kamihoney: u r spescial for me
Ég: WTF
kamihoney: r u illetrate?
kamihoney: :)
Ég: If I would be illiterate I wouldn't understand what you're saying so your question was without doubt incredibly stupid
20.4.07
Endirinn skiptir öllu, alltaf, endalaust, skóreim.
Í gærkvöldi fór ég að sofa.

En ég sofnaði ekki, af öllum öðrum óteljandi kostum ákvað ég að vaka, vegna sársauka.

Ástæðan fyrir því að ég gat ekki sofnað var að mér var svo illt í bossanum.

Var búinn að hamast allan daginn, vissi ekki að svona mikil gleði gæti haft svona slæmar afleiðingar.

Gat ekkert sofið alla nóttina þótt ég lokaði augunum eins fast og ég gat þangað til ég fékk harðsperrur í augnlokin.

Ég kenni hnakknum á hjólinu um.
17.4.07
Geimverur
Í dag, núna, eru 38 mínútur síðan ég hætti ég að trúa á geimverur (Þar sem geimverur flokkast sem æðri lífverur en menn og ekki frá Jörðinni).

Í fyrsta lagi, ef til væru geimverur þróaðri en menn væru þær löngu búnar að láta okkur vita af tilvist sinni (með því t.d. að yfirbuga okkur).

Í öðru lagi, af öllum næstum endalaust mörgu plánetum í heiminum væri líklega hægt að finna líf á einhverri þeirra en þar sem staðreynd eitt stenst geta lífverurnar ekki verið þróaðri en við sem leiðir okkur til þess að við erum þróuðustu lífverur heims (Þetta vekur upp böns af spurningum sem Blogger tekur ekki við, sorrí).

Í þriðja lagi, ég byrja ekki að trúa á geimverur fyrr en ég sé þær (eða finn fyrir þeim á einhvern hátt ef við gefum okkur að geimverur þurfa ekki að vera efnislegar).

Nú get ég bara beðið og vonað að ég verði brottnuminn af geimverum.
14.4.07
Þróun
Allir kannast við setninguna „Þeir hæfustu lifa af“. Þessi setning er einnig notuð til að útskýra þróun. Þ.e.a.s. hvernig þeir hæfustu lifa af og „þróast“ loks yfir í „hæfari“ tegund.

En mennirnir? Í dag lifa allir af! Þeir óhæfu hafa alveg jafn mikla möguleika á að fjölga sér og þeir hæfu, hvert leiðir þessi staðhæfing okkur?

Mennirnir munu ekki þróast meira!


Sjáið t.d. þessa (Afbakaður ég í boði Hödda):


(Svakalegt enni! Stefnir þróunin í þessa átt?)


(Myndi ekki vilja mæta þessum í skuggalegu stræti um miðja nótt!)
8.4.07
Sorg og gleði - fann þetta
Síminn tekur alveg ágætar myndir - stundum, læt þetta duga í bili.

Guðmundur með e-n skæting og riskingar á hóstelinu.

Árni sýnir brettasnilli í Bláfjöllum!Bjarni og Alexander með skæting, nenni ekki að snúa myndinni :)
Slappur páskadagur
Þar sem ferðasagan er ekki að vekja mikla lukku ætla ég að sleppa því að skrifa um daga 3-5 þar sem þeir voru eiginlega alveg eins og dagar 1-2 nema meira fjör, ókeypis rauðvín, salsabar, Bastillutorgið, Lollipop og læti.

Annars hefur páskadagurinn hjá mér verið frekar slappur, eins og ég í dag. Fór á snjóbretti eftir Frakklandsferðina sem hefur örugglega ekki bætt ástand mitt, horfði á Labrynth (Mynd eftir David Bowie sem er svolítið *spes*) með Valborgu, Erlingi, Níels og Alexander og svo samdi ég lag með Valborgu í gær sem hefur líklega leitt til flensunnar minnar í dag. Valborg líkti mér við amfetamínfíkil miðað við ástandið sem ég var í , skrýtið hvað hún kemst nálægt sannleikanum (Not). Síðan fór ég líka á Hot Fuzz, stjörnugóð mynd þar á ferð! Endaði svo í e-u partíi á föstudag en það er önnur saga...

Ekki bætti úr skák (Ég rústaði Valborgu í skák í gær, hún hafði þá afsökun að hún væri þunn...) að þar sem ég er veikur komst ég ekki út með hundinn minn og áðan þegar ég ætlaði að leggja mig í rúminu mínu var hún búin að skilja eftir óvæntan páskaglaðning, jeij! Svo missi ég af kvöldmati hjá Tomma, sem bauð mér sérstaklega því ég er einn heima og það eru Páskar...

Gleðilega páska
5.4.07
Ferðasaga - dagur 1-2 (sjálfstætt framhald)
1. Apríl

19:00 - 08:00 *Censored* (Frá deginum áður)

09:00 Förum eldsnemma á Louvre safnið víðfræga, bíðum í hálfskílómetra langri röð en tekst loks að komast inn. Sjáum m.a. Mónu Lísa, hauslausa engilinn, múmíu, rústir undir Louvre og fullt af menningarsinnuðu fólki.

11:15 Ég, Valborg, Gummi, Alexandra og co. eypum fyrir utan Louvre við mikinn fögnuð viðstaddra.

12:00 Förum í pique nique í e-m garði, nestið var ekki það besta í ferðinni svo við gefum dúfum matinn okkar - það voru mistök.

13:00 Við förum á veitingastað rétt hjá Panthéon þar sem ég fæ pizzu með 100% Mozarella og Fullnægingu sem ég deili með Höllu, Thelmu og Gumma.

14:00 Valborg týnist og fer að gráta.

15:00 Við föttum að Valborg sé týnd.

15:03 Valborg fær lánaðan gsm síma hjá menningarsinnuðum Frakka.

16:09 Valborg kemst í leitirnar, eypar á Berglindi og missir legvatnið.

17:00 Við förum í skrúðgarð og skemmtum okkur kongunglega.

18:00 Finnum veitingastað með ódýr hanastél og fínan mat. Kvöldverðurinn tekur fjórar fkn klukkustundir sem er allt of mikill tími.

22:00 *Censored*

Framhald síðar
Ferðasaga - dagur 1
Einhvern vegin eyddust allar myndirnar úr myndavélinni minni á óútskýranlegan hátt þegar ég var að taka mynd af Berglindi með 5 radísur uppi í sér (Já þetta voru radísur, ekki eitthvað annað). Allar ábendingar um hvernig hægt sé að ná þeim úr minniskortinu eru vel þegnar því ég veit að myndirnar eyðast ekki þegar maður dílítar þeim. Ætla síðan ekki að taka fram villtustu hápunkta þessarar ferðar þar sem ég held að ákveðnir kennarar í skólanum lesi síðuna...

En aftur að ferðinni, 31. mars.

03:15 Vakna hress, sæki Valborgu, Níels og Alexander og við mætum laaang fyrst af öllum á flugvöllinn.

05:00 Vélin er yfirbókuð og mér býðst það óhafnanlega tilboð að fá 400 evrur, dvöl á lúxushóteli, ferð í Bláa Lónið og för næsta dag með Business Class, ég sagði nei og braut lögmálið um að þetta væri óhafnanlegt tilboð.

0?:00 Á alveg óútskýranlegan hátt flytjumst við til í tíma og rúmi og lendum í París eftir nokkra tíma. Rútan ætlar aldrei að koma sér á hótelið en á nokkrum tímum tekst okkur að rata þangað.

13:50 Hitti Guðmund á hótelinu sem var án efa einn af hápunktum ferðarinnar.

14:00 Við skoðum vistarverur okkar, farfuglahótelið sem samanstendur af þröngum herbergjum með kojum sem hafa u.þ.b. 5 cm þykkar dýnur. Staðsetningin á hótelinu var samt mjög góð, rétt fyrir utan Louvre.

17:00 Við göngum niður Rue du Rivoli, skoðum Pompidou þar sem e-r teiknari lætur mig ekki í friði og vælir í mér um að fá að teikna mig í svona 20 mínútur, honum tekst það ekki.

18:30 Förum á Flunch, franskan veitingastað. Alexandra hrindir niður borði og við flýjum út.

19:00 Við göngum að Notre Dame og eftir það tvístrast hópurinn í leit að djamminu í París.