Í dag, núna, eru 38 mínútur síðan ég hætti ég að trúa á geimverur (Þar sem geimverur flokkast sem æðri lífverur en menn og ekki frá Jörðinni).
Í fyrsta lagi, ef til væru geimverur þróaðri en menn væru þær löngu búnar að láta okkur vita af tilvist sinni (með því t.d. að yfirbuga okkur).
Í öðru lagi, af öllum næstum endalaust mörgu plánetum í heiminum væri líklega hægt að finna líf á einhverri þeirra en þar sem staðreynd eitt stenst geta lífverurnar ekki verið þróaðri en við sem leiðir okkur til þess að við erum þróuðustu lífverur heims (Þetta vekur upp böns af spurningum sem Blogger tekur ekki við, sorrí).
Í þriðja lagi, ég byrja ekki að trúa á geimverur fyrr en ég sé þær (eða finn fyrir þeim á einhvern hátt ef við gefum okkur að geimverur þurfa ekki að vera efnislegar).
Nú get ég bara beðið og vonað að ég verði brottnuminn af geimverum.