Suscito
Imagination is more important than knowledge
8.4.07
Slappur páskadagur
Þar sem ferðasagan er ekki að vekja mikla lukku ætla ég að sleppa því að skrifa um daga 3-5 þar sem þeir voru eiginlega alveg eins og dagar 1-2 nema meira fjör, ókeypis rauðvín, salsabar, Bastillutorgið, Lollipop og læti.

Annars hefur páskadagurinn hjá mér verið frekar slappur, eins og ég í dag. Fór á snjóbretti eftir Frakklandsferðina sem hefur örugglega ekki bætt ástand mitt, horfði á Labrynth (Mynd eftir David Bowie sem er svolítið *spes*) með Valborgu, Erlingi, Níels og Alexander og svo samdi ég lag með Valborgu í gær sem hefur líklega leitt til flensunnar minnar í dag. Valborg líkti mér við amfetamínfíkil miðað við ástandið sem ég var í , skrýtið hvað hún kemst nálægt sannleikanum (Not). Síðan fór ég líka á Hot Fuzz, stjörnugóð mynd þar á ferð! Endaði svo í e-u partíi á föstudag en það er önnur saga...

Ekki bætti úr skák (Ég rústaði Valborgu í skák í gær, hún hafði þá afsökun að hún væri þunn...) að þar sem ég er veikur komst ég ekki út með hundinn minn og áðan þegar ég ætlaði að leggja mig í rúminu mínu var hún búin að skilja eftir óvæntan páskaglaðning, jeij! Svo missi ég af kvöldmati hjá Tomma, sem bauð mér sérstaklega því ég er einn heima og það eru Páskar...

Gleðilega páska