Suscito
Imagination is more important than knowledge
5.4.07
Ferðasaga - dagur 1
Einhvern vegin eyddust allar myndirnar úr myndavélinni minni á óútskýranlegan hátt þegar ég var að taka mynd af Berglindi með 5 radísur uppi í sér (Já þetta voru radísur, ekki eitthvað annað). Allar ábendingar um hvernig hægt sé að ná þeim úr minniskortinu eru vel þegnar því ég veit að myndirnar eyðast ekki þegar maður dílítar þeim. Ætla síðan ekki að taka fram villtustu hápunkta þessarar ferðar þar sem ég held að ákveðnir kennarar í skólanum lesi síðuna...

En aftur að ferðinni, 31. mars.

03:15 Vakna hress, sæki Valborgu, Níels og Alexander og við mætum laaang fyrst af öllum á flugvöllinn.

05:00 Vélin er yfirbókuð og mér býðst það óhafnanlega tilboð að fá 400 evrur, dvöl á lúxushóteli, ferð í Bláa Lónið og för næsta dag með Business Class, ég sagði nei og braut lögmálið um að þetta væri óhafnanlegt tilboð.

0?:00 Á alveg óútskýranlegan hátt flytjumst við til í tíma og rúmi og lendum í París eftir nokkra tíma. Rútan ætlar aldrei að koma sér á hótelið en á nokkrum tímum tekst okkur að rata þangað.

13:50 Hitti Guðmund á hótelinu sem var án efa einn af hápunktum ferðarinnar.

14:00 Við skoðum vistarverur okkar, farfuglahótelið sem samanstendur af þröngum herbergjum með kojum sem hafa u.þ.b. 5 cm þykkar dýnur. Staðsetningin á hótelinu var samt mjög góð, rétt fyrir utan Louvre.

17:00 Við göngum niður Rue du Rivoli, skoðum Pompidou þar sem e-r teiknari lætur mig ekki í friði og vælir í mér um að fá að teikna mig í svona 20 mínútur, honum tekst það ekki.

18:30 Förum á Flunch, franskan veitingastað. Alexandra hrindir niður borði og við flýjum út.

19:00 Við göngum að Notre Dame og eftir það tvístrast hópurinn í leit að djamminu í París.