Suscito
Imagination is more important than knowledge
5.4.07
Ferðasaga - dagur 1-2 (sjálfstætt framhald)
1. Apríl

19:00 - 08:00 *Censored* (Frá deginum áður)

09:00 Förum eldsnemma á Louvre safnið víðfræga, bíðum í hálfskílómetra langri röð en tekst loks að komast inn. Sjáum m.a. Mónu Lísa, hauslausa engilinn, múmíu, rústir undir Louvre og fullt af menningarsinnuðu fólki.

11:15 Ég, Valborg, Gummi, Alexandra og co. eypum fyrir utan Louvre við mikinn fögnuð viðstaddra.

12:00 Förum í pique nique í e-m garði, nestið var ekki það besta í ferðinni svo við gefum dúfum matinn okkar - það voru mistök.

13:00 Við förum á veitingastað rétt hjá Panthéon þar sem ég fæ pizzu með 100% Mozarella og Fullnægingu sem ég deili með Höllu, Thelmu og Gumma.

14:00 Valborg týnist og fer að gráta.

15:00 Við föttum að Valborg sé týnd.

15:03 Valborg fær lánaðan gsm síma hjá menningarsinnuðum Frakka.

16:09 Valborg kemst í leitirnar, eypar á Berglindi og missir legvatnið.

17:00 Við förum í skrúðgarð og skemmtum okkur kongunglega.

18:00 Finnum veitingastað með ódýr hanastél og fínan mat. Kvöldverðurinn tekur fjórar fkn klukkustundir sem er allt of mikill tími.

22:00 *Censored*

Framhald síðar