Suscito
Imagination is more important than knowledge
28.10.06
Eftirköst eftir Mýrina
Stundum finnst mér eins og lífið hafi ekki tilgang, eins og við séum bara spendýr sem hafa sama tilvistarrétt og örverurnar sem lifa í munnholinu okkar. Hvað er það þá sem olli því að ákveðin frumefni röðuðust saman og mynduðu jörðina, þar að auki voru þessi frumefni ólífræn. Loks röðuðust þessi frumefni upp í sameindir sem röðuðust loks upp í "efni" sem urðu að lífverum. Lífverurnar þróuðust og urðu að mönnum, mennirnir öðluðust sjálfstæða hugsun, mennirnir eru samt enn þá dýr finnst mér, allavega það að vera mannlegur og gera mannleg mistök. Reyndar er það, það sem gerir lífið skemmtilegt...

Þetta hljómar eitthvað svo ótilviljanakennt að mennirnir hafi sprottið upp úr engu... En þrátt fyrir að vera dýrsleg tekst okkur að halda áfram að þróast, t.d. náði einn ákveðinn Baltasar að gera ágæta bíómynd og sýndi þar með mikla snilli.

Mér finnst ömurlegt að þurf að borga fyrir að líða illa yfir því að sjá eitthvað 5 ára barn deyja út af því að það var meil heilaæxli. Síðan fannst mér Elliði hafa einstaklega dýrslegan persónuleika sem minnir mig einmitt á það að við erum dýr og konan sem talar um mistök sem fylgja henni út ævinna, dýr, því mér finnst framhjáhald vera dýrslegt athæfi sem byggist ekki á neinu öðru en dýrslegum hvötum.

Ég er búinn að breyta þessu bloggi smá síðan ég skrifaði það fyrst, núna finnst mér þetta blogg hafa tilvistarrétt.

Mýrin er annars ágæt en 1200 krónur inná hana...
5 Comments:
Blogger gummez said...
1200 kr er rèn fyrir bìòmynd, thad er haegt ad leigja 2 og hàlfa mynd fyrir thad. en allavega bassinn og snjòbrettid eru kominn en bassataskan oll molbrotin, bassinn samt heill...;

Blogger gummez said...
Hey èg skrifadi n`ytt blogg!!!

Anonymous Nafnlaus said...
Ég las þetta ekki.

Ég á eftir að lesa bókina

Anonymous Nafnlaus said...
Þú sparar þér mikinn tíma einfaldlega á því að horfa bara á myndina... Valborg.

Gummi, vona að það brotnaði ekkert fleira í þessari ferð :D

Anonymous Nafnlaus said...
Þú sparar þér mikinn tíma einfaldlega á því að horfa bara á myndina... Valborg.

Gummi, vona að það brotnaði ekkert fleira í þessari ferð :D