Suscito
Imagination is more important than knowledge
31.10.07
Stjörnuskoðun
Maður fær bara bloggin send til sín í emailum og þarf ekkert að hafa fyrir þessu (bráðum fariði að fá viagra tilboð í gegnum bloggið mitt, ég er reyndar með cialis á tilboði núna)! Króatíski vinur minn Marko Čolić á reyndar heiðurinn að þessu bréfi. Held að ég sé kominn með þýskuna á hreint núna, þarf bara að æfa mig aðeins á Carsten.
The European Commission has just announced an agreement whereby English will
be the official language of the European Union rather than German, which was
the other possibility.
As part of the negotiations, the British Government conceded that English
spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in
plan that would become known as "Euro-English".

In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will make
the sivil servants jump with joy.

The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up
konfusion, and keyboards kan have one less letter.

There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the
troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like
fotograf 20% shorter.

In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to
reach the stage where more komplikated changes are possible.

Governments will enkourage the removal of double letters which have always
ben a deterent to akurate speling.

Also, al wil agre that the horibl mes of the
silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.

By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with
"z" and "w" with "v".

During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou"
and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensi bl rite n styl.

Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu
understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru.

Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze
forst plas.
If zis mad you smil, pleas pas on to oza pepl.
-------------------------------------------------------

Var í einkar svalri stjörnuskoðun áðan í báðum merkingum orðsins svalur. Ég finn ekki fyrir fótunum á mér og þar af leiðandi fann ég mjög illa fyrir bensíngjöfinni á leiðinni heim - en við, föruneytið, komumst heim á endanum. Ég var hissa hvað stjörnuskoðun er í raun heillandi þegar maður er loksins kominn út úr skólastofunni og með kíkirinn í hendurnar, væri til í að hafa líka verklega stjörnufræðitíma, mæta í skólann kl. 5, væri það ekki næs?

Annars er stefnan tekin til Danmerkur á morgun til þáttöku í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði. Sé ykkur vonandi flest eftir helgina, þ.e.a.s. ef þið viljið tala við mig...
29.10.07
Úlfur úlfur?
Fékk þetta yndislega bréf áðan.
Mér er alveg sama hvort þetta
er vírusviðvörun eða keðjubréf,
því ég nota Mac, en mér finnst
þessi tölvuþrjótur hafa æðislegan húmor.
Skemmtilega írónískt hvernig
lífið hættir að vera fallegt
þegar tölvan manns hrynur...

Ef þetta er hins vegar satt væri ekki slæmt
að láta ykkur a.m.k. vita. :)

>Viðvörun!!!
>Allir sem nota Hotmail,
>yahoo, aol og þessháttar 'online-mail'

>takið eftir!!
>Upp hefur komið nýr vírus, þú færð
>tölvupóst með powerpoint

>skjali sem heitir 'life is beautiful'.
>Alls ekki opna hann!! Ef þú opnar hann
>kemur upp gluggi sem

>í stendur 'it's too late now, your life
>is no longer beautiful.'

>Þú munt tapa öllum gögnum í tölvunni
>þinni og manneskjan sem

>sendi þér vírusinn mun hafa aðgang
>að nafninu þínu, e-maili og leyniorðum.

>Þetta er nýr vírus sem kom upp á
>yfirborðið á

>sunndagskvöldið, AOL eru búnir að
>staðfesta skaðsemi hans og að antivirus

>forritin ráði ekki á hann.
>Vírusinn var búinn til af manni
>sem kallar sig 'Life owner.'

>Áframsendið þetta á alla sem
>þið þekkið!!!!!

>Með von um að það sé ekki of seint....
24.10.07
Blogg um blogg
Bjóst aldrei við því að Arna líffræði kennari væri svona duglegur bloggari.

Hún leitast eftir því að vera jákvæð og hverfa frá þessu lífi sátt við sig sjálfa, Guð og menn . . . og að komast yfir egg-fíknina.
18.10.07
Wing


Það sem þú lesandi góður varst að horfa (og hlusta) á rétt í þessu var söngkonan Wing frá Nýja Sjálandi. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur hún gefið út 13 plötur sem skarta lögum eftir fræga flytjendur á borð við AC/DC, Bítlana og Elvis. Stjarna Wing fór rísandi eftir að í South Park þætti 903, "Wing", voru birt nokkur lög í hennar flutningi.

Þrátt fyrir að hafa fengið harða gagnrýni hefur hún haldið áfram að feta sig áfram í tónlistinni og fjármagnar sjálf sínar eigin plötur.

Hvað kemur næst? Willam Hung og Wing dúó?
16.10.07
Persónubundin kjarnsýra



Erum við ekki ein?
Ég hef ákveðið að gefa ekki svar við gátunni (nema gegn vægri þóknun). Þið sem vilduð næla ykkur í konungsríki og fagra prinsessu verðið því að leita annað, fyrir utan Hörð sem fann ágæta lausn á þrautinni.

En að öðru „konungsríki“ - nýlega fannst pláneta sem hefur svipuð skilyrði fyrir lífi og á Jörðu. Þessi jörð kallast Gliese 581C og er í 20 ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Erum við dæmd til þess að lifa á Jörðu þangað til sólin „étur“ Jörðina eða munum við finna leið til þess að ferðast til reikistjarna á borð við Gliese 581C? Skv. mínum útreikningum tæki bíl u.þ.b. 18 milljón ár að keyra á 60 km hraða á klukkustund til plánetunnar ef bein hraðbraut lægi til hennar. Verður eðlisfræðilega mögulegt að komast til þessarar plánetu á innan við mannsævi eða erum við dæmd til að geta í mesta lagi sent þeim skilaboð sem taka 20 ár að komast á leiðarenda?
13.10.07
Gáta
Það eru örugglega allir komnir með leið á heimilislausu fólki að borða rottur þannig að ein góð gáta gæti hugsanlega látið fólk fá matarlystina aftur.

Þú ert eftirsóttasti piparsveinninn í konungsríkinu og vegna þessa hefur konungurinn boðið þér í kastalann sinn til að giftast einni af þrem dætrum sínum. Elsta dóttirinn er heiðarleg og segir alltaf satt en yngsta dóttirin er óheiðarleg og lýgur alltaf. Miðdóttirin er hins vegar aðeins til vandræða og lýgur annað hvort eða segir sannleikann (Hún er sem sagt "eðlileg").

Vegna þess að þú munt verða giftur til æviloka viltu giftast yngstu eða elstu dótturinni því þú vilt ekki vera í efa um svör þeirra.

Vandamálið er nú að allar systurnar líta eins út og þú færð bara eina já/nei spurningu til að spyrja eina af systrunum einu sinni (og sú sem þú spyrð verður að geta svarað með já eða nei). Hvaða spurningu ættiru að spyrja til að tryggja að þú giftist ekki miðsysturinni?
9.10.07
Það er erfitt að vera heimilislaus
Fleiri myndir hér.
8.10.07
Andlitsbók
*Afslappað andrúmsloft með smá keim af svitalykt í Laugum*

Ég: Hæ, hvað kostar að fá lánaðan lás hjá ykkur?
Afgreiðslustelpa: Það kostar 500 krónur *Nær í lás* þú skilar honum bara þegar þú kemur til baka.
Ég: En bíddu aðeins, hvað kostar eiginlega lás?
Afgreiðslustelpa: 500 krónur (Greinilega ekki að láta mann vita).
Ég: Heyrðu, þá ætla ég að fá lánaðan lás og fá síðan að eiga hann...

Skrýtin verðlagning að mínu mati...

Annars er margt og mikið að frétta og meðal annars það að ég er kominn með aðgang að Facebook sem svipar að miklu leyti til Myspace, nema Facebook er miklu betra.

Sjáumst þar! :)

Gúglið og þér munuð finna.