Ég hef ákveðið að gefa ekki svar við gátunni (nema gegn vægri þóknun). Þið sem vilduð næla ykkur í konungsríki og fagra prinsessu verðið því að leita annað, fyrir utan Hörð sem fann ágæta lausn á þrautinni.
En að öðru „konungsríki“ - nýlega fannst pláneta sem hefur svipuð skilyrði fyrir lífi og á Jörðu. Þessi jörð kallast Gliese
581C og er í 20 ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Erum við dæmd til þess að lifa á Jörðu þangað til sólin „étur“ Jörðina eða munum við finna leið til þess að ferðast til reikistjarna á borð við Gliese 581C? Skv. mínum útreikningum tæki bíl u.þ.b. 18 milljón ár að keyra á 60 km hraða á klukkustund til plánetunnar ef bein hraðbraut lægi til hennar. Verður eðlisfræðilega mögulegt að komast til þessarar plánetu á innan við mannsævi eða erum við dæmd til að geta í mesta lagi sent þeim skilaboð sem taka 20 ár að komast á leiðarenda?